Kletturinn hafnaði Transformers 4

Dwayne „The Rock“ Johnson hefur státað sig af því að vera einskonar „framhaldsmyndabjargvættur“, þ.e. verið fenginn í leikarahóp framhaldsmynda til að koma þeim á rétt ról, eins og komið hefur á daginn með framhaldsmyndir eins og Fast and the Furious og Journey to the Center of The Earth.

dwayne the rock johnsonÞá mætti spyrja sig hvort að Michael Bay, sem einmitt leikstýrir The Rock í nýjustu mynd sinni Pain & Gain, hvort hann hafi ekki borið víurnar í „Klettinn“ fyrir fjórðu Transformers myndina, en aðalhlutverk í Transformers 4 leikur Mark Wahlberg, meðleikari Johnson í Pain & Gain.
Nú hefur Johnson tjáð sig um þetta sjálfur og þar kemur á daginn að Bay falaðist eftir kröftum hans fyrir myndina:
„Michal Bay bauð mér með í Transformers, en ég gat það ekki vegna anna við Hercules myndina. Þá bauð hann Wahlberg hlutverkið. #RockTalk @nadydi
— Dwayne Johnson (@TheRock) April 26, 2013