Kletturinn ánægður á settinu

rockKletturinn,  öðru nafni Dwayne Johnson, sem leikur Herkúles í mynd um þennan son Seifs, er eins og við höfum sagt frá hér á síðunni áður, duglegur að tjá sig á samfélagsmiðlunum, hvaða nafni sem þeir nefnast. Síðast sýndi hann hreyfimynd af sér á Instagram þar sem hann stríddi manni í leikmunadeildinni, en í gær setti hann inn myndir á Twitter af leikmyndinni, og var hæstánægður: „Þetta er magnaðasta sviðsmynd sem ég hef nokkru sinni unnið í. Það er heiður að fá að leika þetta hlutverk,“ sagði Johnson.