Klein trúlofaður

American Pie og Just Friends leikarinn Chris Klein, 35 ára, er trúlofaður. Samkvæmt tímaritinu People þá bað Klein kærustunnar Laina Rose Thyfault, 29 ára, á Venice Beach í Kaliforníu í Bandaríkjunum nú um síðustu helgi. Talsmaður Klein, Jaime Primak Sullivan, staðfesti þetta við tímaritið.

chris klein

„Chris og Laina eru mjög hamingjusöm og hlakka til að halda upp á trúlofunina nú um jólin,“ sagði talsmaðurinn.

Parið hefur verið að hittast í þrjú og hálft ár, en þau kynntust í brúðkaupi sameiginlegs vinar.

Eins og segir í People, þá eru þessar fréttir sérstaklega ánægjulegar fyrir Klein, sem hefur lagt mikla áherslu á að halda sér edrú, eftir að hafa eytt mörgum árum í baráttu við áfengissýki.

„Ég kom að þeim punkti í mínu lífi þar sem ég var skugginn af þeim unga manni sem kom inn í þennan heim [ kvikmyndaheiminn],“ sagði hann við People árið 2012. „Í dag er ég lukkulegasti maður í heimi.“