King Kong stekkur á toppinn

Risaapinn King Kong stekkur beint í fyrsta sæti íslenska bíóaðsóknarlistans þessa helgina, í kvikmyndinni Kong: Skull Island, en myndin var frumsýnd á föstudaginn síðasta. Í öðru sæti listans er ofurhetjumyndin Logan, toppmynd síðustu viku. Þriðja sætið er óbreytt, þar situr ballerínan í Stóra stökkinu. 

Fjórar aðrar nýjar myndir eru á listanum að þessu sinni. Í sjötta sætinu er hin sannsögulega Hidden Figures, spennumyndin Collide kemur ný beint inn í 19. sætið, Certain Women er í 23. sætinu og í því 25. er Óskarsverðlaunamyndin The Salesman. 

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: