Kick-Ass 2 – blóðug slagsmál og viðtöl

Það styttist óðum í frumsýningu á nýju Kick-Ass myndinni, Kick-Ass 2, en hún verður frumsýnd hér á landi 21. ágúst nk. Myndin fjallar um sjálfskipuðu ofurhetjuna Kick-Ass og vini hans og félaga.

kick-ass 2

Fyrsta myndin naut mikilla vinsælda hér á landi, en í Bandaríkjunum hlaut hún ekki eins mikla aðsókn og vonast var til, þó svo að bæði áhorfendur og gagnrýnendur hafi almennt hrifist af myndinni. Því má segja að það hafi komið ánægjulega á óvart að ákveðið hafi verið að gera framhald.

Hér fyrir neðan eru tvö myndbönd. Hið fyrra er með sýnishornum úr myndinni og viðtölum við leikara og aðstandendur, en þar fyrir neðan er stutt atriði úr myndinni þar sem Kick-Ass sjálfur er eltur af þorpurum og lúbarinn, en Hit Girl kemur til bjargar.

Athugið að myndböndin eru rauðmerkt og því ekki ætluð börnum og viðkvæmum, enda er þónokkuð um ofbeldi og blóðsúthellingar í myndinni.

Leikstjóri myndarinnar er Jeff Wadlow en leikstjóri fyrri myndarinnar, og framleiðandi þessarar, er Matthew Vaughn. 

Leikarar í myndinni eru m.a. þau Chloë Grace Moretz, Lyndsy Fonseca, Aaron Taylor-Johnson,  Christopher Mintz-Plasse, Morris Chestnut, John Leguizamo, Donald Faison og Jim Carrey. 

Myndin kemur í bíó í Bandaríkjunum 16. ágúst og hingað til Íslands kemur hún eins og áður sagði 21. ágúst.