K krúsaði á toppinn

Tvær nýjar myndir settust í fyrstu tvö sæti íslenska bióaðsóknarlistans nú um helgina. Blade Runner 2049, framhald vísindaskáldsögunnar Blade Runner frá árinu 1982, með Ryan Gosling í hlutverki sérsveitarmannsins Officer K, fór beint í fyrsta sætið með um 6,3 milljónir króna í tekjur, en litríku og krúttlegu hestarnir í teiknimyndinni My Little Pony, the Movie, prjónuðu beint í annað sæti listans.

Þriðja sætið féll svo íslensku kvikmyndinni Undir trénu í skaut, en hún fer niður um eitt sæti frá því í síðustu viku.

Ein ný mynd til viðbótar er á listanum að þessu sinni; Personal Shopper með Kristen Stewart sem fór beint í 19. sætið.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: