Jörðin brotnar undan Los Angeles

san-andreas-movie-posterKraftajötunninn og leikarinn Dwayne „The Rock“ Johnson fer með aðalhlutverkið í nýrri spennu- og stórslysamynd sem nefnist San Andreas. Í dag var opinberuð fyrsta stiklan úr myndinni og má búast við miklu sjónarspili.

Myndin fjallar um það þegar gríðarlega öflugur jarðskjálfti ríður yfir Kaliforníuríki í Bandaríkjunum og söguhetjan þarf að leggja á sig erfitt ferðalag yfir ríkið þvert og endilangt til að bjarga brottfluttri dóttur sinni sem býr á austurströndinni.

Brad Peyton leikstýrir myndinnin og handritshöfundar The Conjuring, þeir Carey Hayes og Chad Hayes skrifuðu handritið. Með önnur meginhlutverk í myndinni fara m.a. Alexandra Daddario, Carla Gugino og Paul Giamatti.

Myndin er væntanleg í maí á næsta ári.

Hér að neðan má sjá fyrstu stikluna úr myndinni.