Jobs – fyrsta plakatið!

Fyrsta plakatið er komið út fyrir myndina Jobs sem fjallar um Steve Jobs stofnanda Apple tölvu- og hugbúnaðarrisans.

jobs poster

Það er Ashton Kutcher sem fer með hlutverk Jobs í myndinni, sem verður frumsýnd í Bandaríkjunum þann 16. ágúst nk.

Myndin er saga Steve Jobs stofnanda Apple tölvu – og hugbúnaðarrisans.
Við fylgjumst með Jobs jafnt í gegnum kappsemi hans og hugvitsemi þegar hann var ungur maður, til dekkri tímabila í lífi hans. Fylgst er með mestu sigrum, og ástríðu hans, kappi og áhuga á því að breyta hlutum.
Myndin er bæði dimm og einlæg og dregur ekkert undan. Við skyggnumst inn í sálardýpi mannsins, og komumst að því hvað drífur hann áfram, hver náðargáfa hans var, gallar, mistök, og mesti árangur í lífinu.

Stikk: