James Franco slakar á í borðtennis

James Franco, sem leikur aðalhlutverkið í myndinni 127 Hours er duglegur og vill helst aldrei slaka á.
Leikarinn stundar nú nám við nokkra bandaríska háskóla, hann opnaði nýverið einkasýningu á myndlistarverkum sínum, hann á framleiðslufyrirtæki og gaf auk þess út smásagnasafn á dögunum. Franco segir að hann sé svo drifinn áfram af þörfinni fyrir að ná meiri árangri í lífinu, að hann á í erfiðleikum með að finna tómstundagaman sem gerir honum kleift að slappa af og kúpla sig frá allri vinnunni.
Franco segir: „Það er erfitt fyrir mig að eiga bara tómstundagaman. Ég á líklega bara tvö áhugamál sem ég lít á sem tómstundagaman. Annað þeirra er borðtennis. Þegar ég leik borðtennis þá langar mig ekki að hella mér út í það með það að markmiði að verða Ólympíumeistari.
Ég hef mikið að gera, því ég hef áhuga á svo mörgu og það er erfitt að segja hvað er mest „ég“.
Þó James sé heimsfrægur Hollywood leikari þá koma samnemendur hans ekkert öðruvísi fram við hann en aðra nemendur. Í samtali við Total Film tímaritið segir hann: „Þeir hafa allir verið frábærir, skólafélagar mínir, þeir koma ekkert öðruvísi fram við mig en aðra.
Í Bandaríkjunum er Yale ensku námið sem ég er í, eittt það besta í landinu, þannig að allir nemendurnir þar eru stjörnur í sjálfu sér.“