James Franco ekki stressaður fyrir Óskarnum

Leikarinn ungi James Franco, sem er kynnir á Óskarsverðlaununum í ár ásamt Anne Hathaway, segist ekki stressaður fyrir kvöldinu stóra. Franco, sem er einnig tilnefndur til gullnu styttunnar fyrir hlutverk sitt í 127 Hours, sagði í nýlega í viðtali við tímaritið Vanity Fair; „Ef þetta verða verstu Óskarsverðlaun í sögunni, afhverju ætti það að skipta mig máli?“

„Ég meina, þetta er eitt kvöld, þetta skiptir engu máli.“, sagði Franco, og bætti við að líkt og að búa til kvikmynd væru Óskarsverðlaunin um samvinnu. „Ég mun gera mitt besta, en ef ég skila til dæmis frá mér lélegri kvikmynd er það bara að hluta til mér að kenna. Mennirnir bakvið þetta eru búnir að vinna að þessu í hálft ár, ég vona bara að þeir hafa verið að skila frá sér góðri vinnu.“

Óskarsverðlaunin verða haldin í 83. sinn, 27. febrúar næstkomandi.

– Bjarki Dagur