Íslandsmeistarinn fær 15 þúsund í klinki

street-fighter-2-the-world-warriorÍslandsmeistaramótið í tölvuleiknum Street Fighter verður haldið Sunnudaginn 19. júlí kl 16:00 á Fredda Ingólfsstræti 2.

Samkvæmt tilkynningu frá aðstandendum þá verður keppt í Street Fighter II: The World Warrior og keppninni þannig háttað að tveir mætast og siguvegarinn heldur áfram þar til aðeins einn stendur eftir.

Vinningarnir eru 15.000 kr í klinki fyrir fyrsta sætið og frítt spil í kössunum eða í Nintendo/ps4 herbergjunum okkar fyrir 2-3 sæti.

Þáttökugjald er 500kr.

Hér má lesa meira um mótið og skrá sig.