Hvolfþakshrollur Kings vinsæll – sjáðu kitlu fyrir næsta þátt

Um daginn sögðum við frá tilvonandi frumsýningu fyrsta þáttar í sjónvarpsseríunni Under the Dome sem gerð er eftir skáldsögu hrollvekjurithöfundarins Stephen King, á CBS sjónvarpsstöðinni bandarísku.

under the dome

Á mánudaginn síðasta var þátturinn frumsýndur og fékk glimrandi góðar viðtökur. 13,14 milljónir manna horfðu á þáttinn og viðtökur voru almennt góðar, samkvæmt frétt á Cinemablend.com.

CBS hefur auglýst þættina grimmt í Bandaríkjunum og stöðin setti kitlu fyrir þátt númer tvö á netið í gær sem sjá má hér fyrir neðan:

Miðað við kitluna er ljóst að það er farinn að færast hiti í mannskapinn sem er fastur undir dularfullu hvolfþaki í smábænum Chester’s Mill.

 

Nú er bara að vona að einhver íslensk sjónvarpsstöð taki þessa þætti til sýningar!