Hver af þessum mun leikstýra The Wolverine?

Eftir að Darren Aronofsky hætti við að leikstýra The Wolverine hefur víða verið leitað að leikstjóra til að taka við verkefninu. Þónokkur nöfn hafa verið sett á lista hjá Fox, framleiðendum myndarinnar, en hér fyrir neðan má sjá þá leikstjóra sem eru hvað líklegastir til að hreppa starfið. Nokkur stór nöfn eru á listanum en þó eitt sem kemur á óvart. Gary Shore er heldur nýr í bransanum og hefur hingað til leikstýrt auglýsingum, en fyrir nokkru setti hann myndband eftir sjálfan sig á vefinn sem kallast Wolverine vs The Hand, en það er vægast sagt vel gert og hefur augljóslega vakið áhuga Fox-manna á leikstjóranum unga. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan, en hvað finnst ykkur um listann?

Jose Padilha (Tropa de Elite)

Doug Liman (Mr. & Mrs. Smith, The Bourne Identity)

Antoine Fuqua (Training Day, Brooklyn’s Finest)

Mark Romanek (One Hour Photo)

Justin Lin (Fast Five)

Gavin O’Connor (Pride and Glory)

James Mangold (3:10 to Yuma, Knight and Day)

Gary Shore

Wolverine Vs The Hand from Gary Shore on Vimeo.