Hunnam verður Christian Grey í 50 Shades of Grey

Sons of Anarchy stjarnan Charlie Hunnam hefur verið ráðinn í hlutverk Christian Grey í mynd sem gera á eftir erótísku bókinni Fifty Shades of Grey. Hunnam, sem hefur verið orðaður við hlutverkið í margar vikur, lék nú síðast í myndinni Pacific Rim, sem sýnd var hér á Íslandi í sumar.

hunnam

Fyrr í dag sögðum við frá því hér á kvikmyndir.is Dakota Johnson hefði verið ráðin í aðal kvenhlutverkið í myndinni, hlutverk stúdínunnar og ástkonu Grey, Anastasia Steele.

Grey er ungi iðnjöfurinn með myrku fortíðina, sem kýs að stunda kvalalostakynlíf. Það verður prófrón fyrir hann þegar hann hittir hina ungu menntaskólastúdínu Anastasia Steele, sem virðist vera hin fullkomna kona handa honum.

Myndin kemur í bíó 1. ágúst, 2014.