Eftirlýstur í Hamborg – Fyrsta stikla!

Ný mynd er á leiðinni frá hollenska leikstjóranum Anton Corbijn, leikstjóra The American og Control. Myndin heitir A Most Wanted Man og er gerð eftir spennusögu rithöfundarins John le Carré.

Fyrsta stiklan úr myndinni er komin út, og má sjá hana hér fyrir neðan:

Af stiklunni að dæma þá er hér á ferð taugatrekkjandi spennutryllir með þeim Philip Seymour Hoffman, Rachel McAdams, Willem Dafoe, Daniel Bruhl og Robin Wright í helstu hlutverkum.

a most wanted man

Handritið skrifar hinn ástralski Andrew Bovell, sem skrifaði handritið að Edge of Darkness og Lantana. Myndin fjallar um hryðjuverkahóp sem hefur bækistöðvar í Hamborg í Þýskalandi, sem tengist árásunum á Tvíburaturnana í New York 11. September 2001.

Í myndinni koma við sögu bankamaður og lögfræðingur, sem eru að reyna að hjálpa flóttamanni sem liggur undir grun hjá leyniþjónustu Bandaríkjanna. Leyniþjónustan grunar manninn um vera aðstoðarmaður hryðjuverkahópsins.

Söguþráðurinn er á þessa leið: Þegar hálf-tétsjénskur, hálf rússneskur, innflytjandi, sem er nær búið að pynta til dauða, birtist í íslamska samfélaginu í Hamborg í Þýskalandi, til að krefjast illa fengins auðs sem faðir hans sankaði að sér, þá fá þýska – og bandaríska leyniþjónustan sérstakan áhuga á málinu. Eftir því sem tíminn líður og áhættan eykst, þá keppast menn við að komast að því hver þessi maður er í raun og veru – er hann kúgað fórnarlamb, eða öfgamaður sem ætlar að fremja illvirki?

Myndin verður frumsýnd utan Bandaríkjanna í nóvember nk. en ekki er búið að ákveða frumýningardag í Bandaríkjunum ennþá.