Frumsýning – Hótel Transylvanía

Sena frumsýnir á föstudaginn næsta, þann 2. nóvember, teiknimyndina Hótel TransylvaníaÍ tilkynningu frá Senu segir eftirfarandi: „Velkomin á Hótel Transylvaníu, fimm stjörnu lúxushótel í eigu Drakúla.

Hér geta skrímsli og fjölskyldur þeirra sleppt fram af sér beislinu og verið þau sjálf, án þess að verða fyrir sífelldum truflunum frá mannfólkinu.
Það er afskaplega sérstök helgi í uppsiglingu; 118 ára afmæli Mavis, dóttur Drakúla, og hann ákveður að slá upp eftirminnilegri veislu. Á boðslistanum eru mörg frægustu skrímsli heims; m.a. Frankenstein, Múmían, Ósýnilegi maðurinn og varúlfafjölskylda .
Drakúla fer létt með það að hafa ofan fyrir þessum skrautlega hópi gesta, en öllu er stefnt í voða þegar manneskja ráfar á hótelið og uppgötvar það í fyrsta skipti. Ekki nóg með það heldur verður viðkomandi yfir sig hrifinn af Mavis.“

Myndin sló rækilegan í gegn í USA fyrir stuttu síðan en hún þénaði 43 milljónir Bandaríkjadala fyrstu helgina og sló met; um var að ræða bestu opnun allra tíma í september.

Í aðahlutverkum eru margir af fremstu gamanleikurum heims um þessar mundir; m.a. Adam Sandler, Andy Samberg, Kevin James, Selena Gomez, Molly Shannon, David Spade, Jon Lovitz og Steve Buscemi.

Skoðaðu stiklu hér á kvikmyndir.is eða hér að neðan.

 

Hótel Transylvaía er frumsýnd á föstudaginn í Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói Akureyri