Hlustaðu á Man of Steel tónlistina

Kvikmyndatónskáldið rómaða Hans Zimmer semur tónlistina fyrir nýju Superman myndina Man of Steel, og sér til þess að atriðin í myndinni fái réttan bakgrunn og stemningu, og dramatískan þunga.

Nú er búið að birta forsmekkinn af tónlist Zimmer á vefnum SoundCloud.com, og mælum við eindregið með því fyrir áhugasama að smella hér til að fá smá Man of Steel stemningu í kroppinn. 

Man of Steel verður frumsýnd 21. júní nk. á Íslandi en viku fyrr í Bandaríkjunum.