Hjartasteinn frumsýnd í dag

Ný íslensk kvikmynd, Hjartasteinn, eftir Guðmund Arnar Guðmundsson, sem nú þegar hefur fengið verðlaun á kvikmyndahátíðum víða um heim, var forsýnd við hátíðlega athöfn í Háskólabíói fyrr í vikunni, að viðstöddum leikurum, leikstjóra og öðrum helstu aðstandendum.

Myndin verður frumsýnd í bíóhúsum hér á landi í dag, föstudaginn 13. janúar.

011017-191558

Ef eitthvað er að marka umsagnir á samfélagsmiðlum þá er myndin afar áhrifamikil.

Hjartasteinn fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inn í unglingsárin og uppgötva ástina.

Tökur fóru fram haustið 2015 á Borgarfirði eystri, Seyðisfirði, í Vopnafirði og Dyrhólaey.

Klappað var vel og lengi í lok forsýningarinnar og leikarar og starfsfólk myndarinnar hneigði sig uppi á sviði eftir sýningu.

Hjartasteinn – trailer from Join Motion Pictures on Vimeo.

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá forsýningunni á þriðjudaginn:

011017-192351

011017-194459 011017-194710

011017-215827

011017-215951

hjartasteinn-poster