Hildur í stjörnufans

Það er engin smá stjörnufans í sögulegu dramamyndinni Amsterdam sem Óskarsverðlaunahafinn okkar Hildur Guðnadóttir semur tónlistina fyrir.

Hér fyrir neðan má líta helstu leikara á sérstökum persónuplakötum. Meðal þeirra sem þarna má berja augum eru Christian Bale, Ana Taylor-Joy, Robert de Niro, bláeygður Mike Myers, Taylor Swift og margir, margir fleiri.

Amsterdam kemur í bíó á Íslandi 7. október nk. Hún gerist á fjórða áratug síðustu aldar og segir frá þremur vinum sem verða vitni að morði, en eru sjálfir grunaðir um verknaðinn. Þeir afhjúpa síðan eina svívirðilegastu fyrirætlun í sögu Bandaríkjanna.

Leikstjóri er David O. Russell.

Sjáðu plakötin hér fyrir neðan: