"Herkúles" krafsar í starfsmann

the rockSumir leikstjórar og leikarar eru duglegri en aðrir við að deila myndum af tökustað kvikmynda. Einn af þeim er Dwayne Johnson, en hann notfærir sér jafnt Twitter, Facebook og Instagram til að leyfa aðdáendum sínum að fylgjast með því sem fram fer.

Johnson er nú að leika í mynd Brett Ratner, Herkúles, og í þessu myndskeiði stríðir hann manni úr leikmunadeildinni og reynir að grípa í hann:

Sjáðu myndskeiðið hér fyrir neðan:

 

 

Í texta með myndinni segir Johnson: „Á tökustað erum við með „yfirmann leikmuna“ en hans starf er að sjá til þess að allt sé 100% fullkomið áður en aðstoðarleikstjórinn öskrar..“Ooooog BYRJA“. Í dag er Mickey yfirmaður leikmuna og er að sjá um að tjaldið sé alveg kjurrt áður en við hefjum tökur eftir að ég hef komið mér fyrir. Það sem Mickey veit ekki er að ég er skepna m. kraftgrip og þegar hendur mínar ná þér … þá borða ég þig í hádegismat.“

Svo mörg voru þau orð.

Herkúles kemur í bíó á næsta ári.