Heldur partíinu gangandi með Blossa-memes – Hressir upp á erfiðu tímana

Hörðustu aðdáendur íslensku kvikmyndarinnar Blossi – 810551 hafa lengi krafist þess að költ-myndin fræga fái stafræna dreifingu, í það minnsta á skjáleigum, og hefur stuðningshópur hennar vaxið töluvert á undanförnum árum. Eina leiðin til að nálgast myndina í þokkalegum gæðum, með löglegum hætti, virðist vera að reyna komast yfir VHS-spólu, vonandi óslitna, þó myndin hafi vissulega verið sýnd á RÚV fyrir örfáum árum og nokkrum sinnum á sérsýningum í Bíó Paradís.

Í gegnum hafa ýmsir Blossunnendur, Blossafíklar, Blossabossar og sams konar dyggur hópur stuðningsfólks, látið vel í sér heyra með sínum röddum. Sem dæmi um samfélagsmiðlasíður með það að markmiði að tryggja að Blossinn deyi seint út, var stofnuð Facebook-síða fyrir áratug síðan sem nefnist Við krefjumst þess að stórverkið Blossi verði gefin út á stafrænu formi. Ýmis konar þræðir, umræður og greinar hafa verið ritaðar um mikilvægi kvikmyndarinnar sem var stolt framlag Íslands til Óskarsverðlauna árið 1998 – en lítið hefur bólað á útgáfu né fleira talsfólki sem er annt um Blossann.

Þá birtist óvenjuleg sending þessi frá Páfanum í nóvember 2019, þá í formi meme-síðu (eða „jarmavefsíðu“, til að vera dannaðri), Blossamemes, sem vakið hefur töluverða kátínu hjá aðdáendum – og pottþétt ruglað aðra í ríminu.

View this post on Instagram

Stend við þetta #blossi

A post shared by Blossa Memes 🚀🌎🎊 (@blossamemes) on

Það er nemi í kvikmyndafræði HÍ, sem er ekki einungis snillingurinn á bak við þessa kostulegu „jarmasúpu“ af heldur Blossa-aðdáandi nr. 1 að eigin sögn. Viðkomandi innsiglar það meira að segja á Twitter-síðu sinni.

Fyrir fólk sem ekki veit segir Blossi frá skrautlegu ferðalagi með eirðarlausum borgarbörnum þegar leiðir Stellu og Robba liggja saman. Þau enda í hringferð um landið á stolnum bíl og við taka ýmis konar uppákomur og samræður um allt milli himins og jarðar, eins og fyrirbærið „déjà vu“, einkamál, hvert heimurinn stefnir, hvernig ómögulega er hægt að hugsa um ekkert eða hvað gerist við myndun naflakusks.

„Það sem við þurfum að gera er að finna aðra plánetu og halda partíinu gangandi!“
gólar Robbi í myndinni, en þetta er aðeins brot af þeim merku, stjarnfræðilega skemmtilegum frösum sem heyrast í myndinni.

Annars eru fleiri Blossamemes hér að neðan til að birta upp á daginn þinn og ekki síst helgina. Einhver þarf að halda partíinu gangandi.

View this post on Instagram

Ávallt #blossi

A post shared by Blossa Memes 🚀🌎🎊 (@blossamemes) on

View this post on Instagram

Steldu stílnum!!! #blossi

A post shared by Blossa Memes 🚀🌎🎊 (@blossamemes) on

View this post on Instagram

Get ekki hætt að gera memes #blossi

A post shared by Blossa Memes 🚀🌎🎊 (@blossamemes) on

View this post on Instagram

Mun breyta lífi þínu #blossi

A post shared by Blossa Memes 🚀🌎🎊 (@blossamemes) on

Stikk: