Heart of Darkness verður Sci-Fi mynd

Í júní síðastliðnum var leikstjóri The Haunting in Connecticut, Peter Cornwell, ráðinn til að leikstýra sci-fi handriti byggt lauslega á bókinni frægu Heart of Darkness eftir Joseph Conrad. Myndin mun heita Into Darkness og nú hafa upplýsingar um söguþráð hennar flotið upp á yfirborðið. Handritshöfundarnir Tony Giglio og Branden Morgan tóku söguþráð bókarinnar og breyttu um sögusvið, frá frumskógum Kongó til óþekktrar plánetu árið 2388. Fílabeinssalinn Kurtz er nú goðsagnakenndur landkönnuður sem er sendur á óþekkta plánetu til kanna hvort að hægt sé að viðhalda því lífi sem tórir enn á Jörðinni, þar sem hún stendur á brún eyðileggingar. Eftir að öll sambönd við Kurtz glatast er nýliða flugmaðurinn Marlow sendur á eftir honum til að ljúka verkefninu og komast að örlögum hans.

Aðstandendur Into Darkness eru nú að stíga í fótspor leikstjórans Francis Ford Coppola, en hann auðvitað aðlagaði söguþráð Heart of Darkness að Víetnam og Kambódíu á meðan að á Víetnam stríðinu stóð yfir í klassíkinni Apocalypse Now.

Enn er kvikmyndin aðeins á fyrstu stigunum og er myndin hér fyrir ofan einfaldlega snemmt ‘concept art’; hún á að fullklárast árið 2013.