Hans og Gréta veiða nornir – rauðmerkt stikla

Ný rauðmerkt stikla ( Red Band trailer ) er komin fyrir spennu-ævintýramyndina Hansel and Gretel Whitch Hunters, eða Nornaveiðimennirnir Hans og Gréta. Myndin er væntanleg í bíó 25. janúar nk. í Bandaríkjunum en  8. febrúar hér á landi.

Rauðmerktar stiklur eru þannig að í þeim getur birtst grófara efni en í venjulegum stiklum, þannig að við vörum viðkvæma við að horfa.

Sjáðu stikluna hér að neðan:

 

 

Sagan er eitthvað á þessa leið: 15 árum eftir hið hrikalega piparkökuhúsa atvik, þá eru systkinin Hans og Gréta orðin óárennilegt teymi sem eltir uppi og drepur nornir um allan heim.

Í myndinni fara með helstu hlutverk þau Jeremy Renner og Gemma Arterton sem leika systkinin Hans og Grétu, ásamt þeim Famke Janssen, Peter Stormare, Derek Mears og Thomas Mann.