Hammer úr Social Network verður prins í Mjallhvíti

Bandaríski leikarinn Armie Hammer sem sló eftirminnilega í gegn í Óskarsverðlaunamyndinni The Social Network þar sem hann lék báða Winklevoss tvíburana, hefur landað hlutverki í nýrri mynd sem byggð er á sögunni um Mjallhvíti.


Hammer, sem er 24 ára gamall, mun leika Prins Andrew Alcott, en myndin hefur ekki enn fengið nafn.

Í myndinni á að færa þetta sígilda Grimmsævintýri til nútímans. Eins og áður hefur komið fram í fjölmiðlum þá mun sjálf Julia Roberts leika vondu drottninguna.

Áætluð frumsýning myndarinnar er 29. júní, 2012.