Halle Berry vill losna við papparassa

Leikkonan Halle Berry kom fram fyrir löggjafarnefnd í Kaliforníu þar sem hún bar vitni til stuðnings nýrra laga. Ef þau verða samþykkt geta ágengir ljósmyndarar, eða papparassar, ekki lengur tekið myndir af börnum frægra einstaklinga.

???????????

Berry, sem er ófrísk, hefur sjálf margsinnis lent í rimmum við ljósmyndara. Hún er sérlega óánægð með þá ljósmyndara sem hafa setið um dóttur hennar og bíða fyrir utan skólann hennar.

Ástandið er orðið það slæmt að dóttir hennar, hin fimm ára Nahla, hefur engan áhuga lengur á að fara í skólann vegna papparassanna. „Dóttir mín vill ekki fara í skólann vegna þess að hún veit að „mennirnir“ eru að fylgjast með henni. Þeir stökkva út úr runnum og sitja um þessi börn bara til að ná mynd.“

Stikk: