Hættan af óbeislaðri tækni

Gemma, í kvikmyndinni M3GAN sem kemur í bíó í dag, er vélmennaverkfræðingur hjá leikfangafyrirtæki sem hefur notað gervigreind til að þróa frumgerð að M3GAN (stytting á „Model 3 Generative Android“) sem er brúða í mannslíki, forrituð til að vera besti félagi barns og besti bandamaður foreldris.

M3GAN (2023)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.4
Rotten tomatoes einkunn 93%

Vélmennasmiður hjá leikfangafyrirtæki smíðar dúkku sem lítur út eins og alvöru stúlka, sem smátt og smátt fer að lifa sínu eigin lífi....

Hryllileg dúkka.

Óvænt verður Gemma forráðamaður átta ára gamallar frænku sinnar, Cady, þegar foreldrar hennar deyja í bílslysi. Hún er algerlega óundirbúin fyrir þetta skyndilega foreldrahlutverk og er auk þess undir gríðarlegu álagi í vinnunni.

Para saman við frumgerðina

Gemma veit vart hvað hún á að gera en kemst að þeirri niðurstöðu að best sé að para saman M3GAN frumgerðina og frænku hennar. Þannig geti hún fengið frið til að sinna krefjandi verkefnum í vinnunni jafnframt því sem tryggt sé að Cady sé undir traustri handleiðslu og gæslu M3GAN.

Þessi ákvörðun dregur dilk á eftir sér. M3GAN er að miklu leyti órannsökuð og ekki líður á löngu þar til hún þróar með sér sjálfsvitund og ofverndar Cady með því að meiða, og jafnvel drepa, hvern þann sem stendur í vegi fyrir því að hún geti verndað barnið.

Ræðst á alla

Hún ræðst með afli sínu gegn hverju þeim sem ógnar Cathy, fyrst utanaðkomandi, en ekki líður á löngu þar til jafnvel Gemmu fer að standa ógn af M3GAN.

Sannir hrollvekjuaðdáendur verða ekki sviknir af M3GAN. Gæti eitthvað svona verið að gerast í sívaxandi tækniheimi 21. aldarinnar?

Aðalhlutverk: Allison Williams, Violet McGraw, Amie Donald, Jenna Davis, Jen Van Epps og Brian Jordan Alvarez

Handrit: Akela Cooper og James Wan

Leikstjórn: Gerard Johnstone