Guy Ritchie boðið Xerxes

Allt frá því myndin 300 sló rækilega í gegn árið 2006 hafa þeir hjá Warner Bros unnið að framhaldi, en Frank Miller, sem skrifaði myndasöguna samnefndu, lauk nýverið við framhaldið Xerxes sem verður fest á filmu á næstunni. Guy Ritchie, manninum á bak við myndir á borð við Snatch og RocknRolla, hefur verið boðið að leikstýra.

Eins og nafnið gefur til kynna mun framhaldið fjalla um Xerxes, „konung konunganna“, sem gerði Leonidasi lífið leitt í 300, og fáum við að sjá hvernig hann aflaði sér þeirra miklu valda sem hann naut. Samkvæmt NY Mag var Zack Snyder, leikstjóra 300, boðið að setjast aftur í leikstjórastólinn en hafnaði hann því þegar honum bauðst að leikstýra Superman.

Guy Ritchie vinnur nú hörðum höndum að næstu Sherlock Holmes mynd sem hefur hlotið nafnið Game of Shadows.

– Bjarki Dagur