Guardians of the Galaxy 3 mun gerast eftir Avengers: Infinity War

Guardians of the Galaxy Vol. 2, sem kemur í bíó 28. þessa mánaðar, mun ekki verða svanasöngur James Gunn í Marvel kvikmyndaheiminum. Leikstjórinn hefur tilkynnt að hann muni snúa aftur til að skrifa handrit og leikstýra Guardians of the Galaxy Vol. 3. Þetta kætir vafalaust aðdáendur hans, og ófáa aðdáendur Guardians of the Galaxy myndanna.

„Þegar allt kemur til alls þá er væntumþykja mín í garð Rocket, Groot, Gamora, Star-Lord, Yondu, Mantis, Drax og  Nebula – og margra annarra hetja –  meiri en þið getið ímyndað ykkur,“ skrifar Gunn á Facebook síðu sína. „Ég hef trú á því að fleiri ævintýri bíði þeirra, og þau eigi margt ólært um sjálf sig og alheiminn sem við búum í.“

Gunn sagði til frekari útskýringar, og í samhengi við aðrar Marvel myndir, að þessi þriðja mynd í seríunni muni gerast eftir atburðina í Avengers: Infinity War. 

Gunn ákvað að deila þessum upplýsingum beint með aðdáendum nú í þann mund er kynningarstarf fyrir aðra myndina er að fara af stað af fullum krafti.

Hér er yfirlýsing Gunn í heild sinni: