Groundhog Day verður söngleikur!

Litli sæti bærinn Punxsutawney er á leið á leiksvið á Broadway í New York.

groundhog-day

 

Framleiðendur söngleiksins vinsæla Matilda ætla að setja á svið söngleik sem byggður er á hinni sígildu og sívinsælu Bill Murray mynd Groundhog Day. Myndin er í miklu uppáhaldi hjá aðdáendum Murray, sem geta horft á myndina aftur og aftur og fá aldrei leið á henni.

Myndin fjallar um veðurfréttamann sem festist í tíma og upplifir leiðinlegasta dag lífs síns í sífellu, en það er dagurinn þar sem hann þarf að fara til Punxsutawney til að verða vitni að því þegar múrmeldýrið Phil spáir áframhaldandi vetri, eða vori.

Söngleikurinn verður frumsýndur 9. mars 2017, og er rétt að hvetja aðdáendur myndarinnar að merkja það í dagatalið sitt.