Grín og glens eftir spennuþrungið ár

Kerry Washington segir að undanfarnir tólf mánuðir hafi verið spennuþrungnir, enda hefur hún haft í nógu að snúast.

Leikkonan tjáði sig um stöðu mála við frumsýningu á nýjustu mynd sinni Peeples á rauða dreglinum í Hollywood.

„Það er gaman að leika í gamanmynd eftir allan spenninginn í kringum Django Unchained og Scandal. Það er gaman að hafa eitthvað öðruvísi fram að færa og ég elska að leika í gamanmyndum,“ sagði hin 36 ára Washington við Access Hollywood.

Í pólitísku sjónvarpsþáttaröðinni Scandal leikur Kerry konu sem rekur sitt eigið almannatengslafyrirtæki.

„Ég hef heyrt Peeples vera líkt við Meet the Parents. Mér finnst sú mynd frábær og ég get séð margt líkt með þeim, þannig að það er  hið besta mál,“ sagði hún.