Gleðikona fær nýtt hlutverk – Frumsýning!

Gamanmyndin SHE´S FUNNY THAT WAY, eftir Peter Bogdanovich, með Owen Wilson, Imogen Poots, Rhys Ifans, Kathryn Hahn, Will Forte og Jennifer Aniston í aðalhlutverkum, verður frumsýnd miðvikudaginn 17. júní í Laugarásbíói, Smárabíói og Borgarbíói Akureyri.

shes-funny

Isabella (Imogen Poots) er gleðikona sem á sér þann draum heitastan að gerast Broadway-leikkona. Kvöld eitt – á miðri vakt – kynnist hún leikstjóranum Arnold (Owen Wilson) sem ákveður að hjálpa henni í þeim málum og býður henni stórfé fyrir að hætta í vinnunni. Arnold er hins vegar giftur maður og er ekki lengi að falla fyrir Isabellu. Hún hreppir aðalhlutverkið í nýjustu sýningu hans sem veldur titringi, sérstaklega í ljósi þess að eiginkona Arnolds, Delta (Kathryn Hahn) leikur einnig í sýningunni ásamt fyrrum elskhuga sínum, Seth (Rhys Ifans).

Tilvera Arnolds skánar heldur ekki mikið þegar Joshua (Will Forte), höfundur leiksýningarinnar, bætist í hóp þeirra sem sjá ekki sólina fyrir Isabellu, þrátt fyrir að hann sé sjálfur í ástarsambandi við bitran sálfræðing hennar, Jane (Jennifer Aniston).

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

Nokkrir áhugaverðir punktar um myndina: 

– Fjöldi þekktra leikara kemur fram í myndinni fyrir utan aðalleikarana og má þar nefna Jennifer Esposito, Debi Mazar, Cybill Shepherd, Tatum O’Neal, Joönnu Lumley, Illeanu Douglas og Quentin Tarantino sem leikur sjálfan sig.

– Einn af framleiðendum myndarinnar er Wes Anderson sem gerði m.a. hina margföldu Óskarsverðlaunamynd The Grand Budapest Hotel.

– Myndin hefur hlotið mjög góða dóma gagnrýnenda, t.d. fjórar stjörnur hjá Robbie Collin, gagnrýnanda The Telegraph, sem segir hana á pari við einn af bestu og fyndnustu gamanförsum kvikmyndasögunnar, What’s Up, Doc?, sem Peter Bogdanovich gerði árið 1972.

– Handritið að She’s Funny That Way er eftir Peter Bogdanovich og fyrrverandi eiginkonu hans, Louise Stratten, en það var skrifað í byrjun níunda áratugar síðustu aldar og átti upphaflega að vera með Tatum O’Neal í hlutverki Izzyar. Tatum, sem hlaut á sínum tíma Óskarinn fyrir leik sinn í Paper Moon sem Peter gerði 1973, kemur fram í myndinni í aukahlutverki