Getraun: Fast & Furious 5: Rio Heist

Á morgun verður fimmta Fast & Furious myndin frumsýnd, en það hefur vakið mikla athygli hvað gagnrýnendur hafa þvílíkt verið að bakka upp þessa mynd. Venjan er sú að svona popp og kók afþreyingar hitta sjaldnast í mark hjá þeim hópi nema eitthvað djúpt og þýðingarmikið sé í gangi við og við. En nei, F&F5 veit hvað hún vill vera og hún sér til þess að vera ekkert annað en töff og brjáluð sumarmynd með miklum látum, litlu drama og skuggalega góðum hasar. Hún nær markmiðum sínum með glæsibrag og það er ánægjulegt að vita að kvikmyndagagnrýnendur séu að taka hana í sátt.

Bara upp á gamanið ætla ég að sýna gæðasamanburð myndanna á Rotten Tomatoes:

The Fast and the Furious (2001) – 52%
2 Fast 2 Furious (2003) – 36%
The Fast and the Furious: Tokyo Drift (2006) – 35%
Fast & Furious (2009) – 27%
FAST FIVE (2011) – 80% !!

Þetta er vægast sagt einstakt dæmi. Ekki bara það að sjá fýlupúkanna taka svona yfirdrifna og klikkaða bílamynd í sátt, heldur að svona mikill metnaður fari í mynd sem er sú fimmta í röðinni. Undirritaður er a.m.k. nokkuð hrifinn af myndinni og þess vegna sóttist hann eftir almennum boðsmiðum til að gefa núna.
Mjög einfaldar reglur og leikurinn verður í gangi í rúmlega sólarhring. Ég dreg út vinningshafa annað kvöld. Hver vinningshafi fær auðvitað tvo miða.

Hendum okkur í þetta. Smá skjáskotakeppni til að kanna hversu vel lærð þið eruð í F&F seríunni. Annars hafið þið auðvitað netið til að hjálpa ykkur. Munið að senda svörin á tommi@kvikmyndir.is.

1.
Í hvaða Fast & Furious-mynd kom karakterinn Roman Pierce fram fyrst og hver leikur hann?

2.
Hvaða F&F mynd lék Paul Walker EKKI í?

3.
Hvaða eftirfarandi fjall hefur aldrei leikið í þessari seríu?

a) Dwayne Johnsson
b) Vin Diesel
c) Jason Statham

Algjörar barnaspurningar, eins og þið sjáið. Þið hafið sólarhring. Munið það…

Síðan að lokum… trailer:

Gangi ykkur vel og keyrið hratt!
En samt ekki.

T.V.