Geim-ofurskrímslið Venom ýtti English af toppnum

Geimskrímslið og ofurhetjan Venom í samnefndri mynd, í túlkun Tom Hardy, vann hug og hjörtu bíógesta nú um helgina og tyllti sér á topp íslenska bíóaðsóknarlistans, ný á lista.

Toppmynd síðustu viku varð því að gera sér annað sætið að góðu, Johnny English Strikes Again. 

Þriðja vinsælasta mynd landsins þessa vikuna er svo söngvamyndin A Star is Born, sem íslenska karlalandsliðið fór að sjá um helgina til að gíra sig upp í átökin gegn Svisslendingum í gær.

Hvorki fleiri né færri en níu myndir til viðbótar eru nýjar á lista að þessu sinni. Íslenska glæpamyndin Undir halastjörnu fer beint í sjöunda sætið, en nær ekki að skáka annarri íslenskri mynd, Lof mér að falla, sem situr í sjötta sæti listans eftir sex vikur í sýningum. Teiknimyndin Grami göldrótti töfrar sig beint í áttunda sæti listans, og Ryan Gosling og félagar í First Man skjótast beinustu leið í níunda sætið. Sjálfur Nicolas Cage fer síðan beint í ellefta sætið í nýrri mynd sem vakið hefur þónokkra athygli, Mandy.  að lokum eru það svo myndirnar Sorry to Bother You, Bráðum verður bylting, Utey 22. júlí og Happy as Lazzarro sem raða sér í sæti 21 – 24 á listanum.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan. Smelltu til að sjá hann stærri: