Gamli risaeðluleikstjórinn snýr aftur

Óskarsverðlaunaleikstjórinn og framleiðandinn Steven Spielberg hefur staðfest að Colin Treverrow muni leikstýra Jurassic World 3. 

Spielberg, sem nýverið frumsýndi nýjustu kvikmynd sína Ready Player One, sendi yfirlýsingu til Entertainment Weekly vefsíðunnar, og sagði þar að þó svo að Treverrow hafi ákveðið að sitja hjá í mynd númer tvö, Jurassic World: Fallen Kingdom, þá myndi hann nú snúa aftur í þriðju risaeðlumyndina.

Trevorrow bætti við: „Það er mikilvægt fyrir seríuna að við fáum nýjar og ferskar raddir inn til að halda sögunni nýrri og ferskri. Ég er yfir mig spenntur yfir fegurðinni og togstreytunni sem J.A. Bayone kom með inn í Fallen Kingdom, og ég veit að Emily muni bæta við nýju lagi af tilfinningu í lokakafla þríleiksins.“

Emily þessi sem hann talar um, er meðhandritshöfundur hans, Emily Carmichael.

Jurassic World: Fallen Kingdom verður frumsýnd á Íslandi 8. júní nk.

Aðalleikarar í Jurassic World myndunum eru Chris Pratt og Bryce Dallas Howard. Fyrsta myndin, Jurassic World, var frumsýnd árið 2015, og tekjur af sýningum myndarinnar um allan heim námu um 1,5 milljörðum bandaríkjadala.