Gambit ofurhetjumynd fær Masters of Sex leikkonu

Masters of Sex og Mean Girls leikkonan Lizzy Caplan hefur verið ráðin í stórt hlutverk í Marvel ofurhetjukvikmyndinni Gambit, en þar er fyrir 21 Jump Street og The Hateful Eight leikarinn Channing Tatum.

Fyrri tilraunir til að búa til Gambit kvikmynd runnu út í sandinn á sínum tíma, en nú er hún komin aftur á fulla ferð, og Tatum tekur við aðalhlutverkinu af Taylor Kitsch. Gore Verbinski sest í leikstjórnarsætið en þar sat áður Doug Liman, sem upphaflega átti að stýra myndinni.

Caplan er ekki alveg ókunnug ofurhetjuheimum, en hún lék í Marvel stuttmyndinni Item 47:

Eins og segir á Marveldirectory þá býr Gambit yfir hefðbundnum styrk manns á hans aldri. Hann er framúrskarandi góður í átökum maður á mann, og er vanur götuslagsmálum, fimur eins og köttur. Hann talar ensku og frönsku reiprennandi, og er mjög góður í að henda litlum hlutum, eins og hnífum, spilum, og oddhvössum hlutum, með ótrúlegri nákvæmni.

Gambit er stökkbreyttur, og getur sótt sér aukaorku í utanaðkomandi hluti og látið þá fljúga. Þegar hann gerir það, og lætur hlutina fljúga í átt að óvini, þá leysist orkan upp þegar hún lendir í mótherjanum, og hluturinn springur.