Náðu í appið
Gagnrýni eftir:The Descent
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég er einn af þeim sem trúi því að ef einhver segir þér að þessi mynd sé hræðileg þá búistu við of miklu af henni og verðir fyrir vonbrigðum, sama gildir um grínmyndir og annað slíkt, ef þér er sagt að mynd sé svo eða svo slæm eða góð á neikvæðan eða jákvæðna hátt gerir þú þér miklar vonir eða litlar vonir eftir því hvað við á. Með þetta sagt þá vil ég segja að þetta er í eina sinn (hingað til) sem ég hef farið á mynd sem Ansi margir hafa sagt mér hversu hræðilega skelfileg hún sé og maður sé hreinlega í mínus þegar myndin er búin og samt gengið útúr bíó með Vonda tilfinningu í maganum og liðið eins og ég væri nýbúin að láta taka úr mér blóð!!! Þessi mynd er ekki spooky á þennan stúdíó ameríska hátt(vondi kallinn bakvið skáp,, bóó) og ekki draugaleg eða þannig........... það er ansi erfitt að segja nákvæmlega hvað það er við þessa mynd sem Nær til manns án þess að segja frá myndinni of mikið.

Prófiði bara og sjáiði hvaða áhrif hún hefur á ykkur!?!?!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
King Kong
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Já og jamm, víst er þetta Stórmynd......... það er að segja hún er flott gerð hún hefur svakalega skemmtilega karatera og góðan söguþráð, er hægt að finna eitthvað neikvætt í henni?!?!? Sko Þessi gamla saga um apan er ekki flókin, Simpsons tókst að segja hana á 5 mínútum eða svo, en jú hérna er hún sett í aðeins dýpri skilning og flóknari persónur. En flóknar persónur og dýpri sýn inní þessa skemmtilegu sögu gætu samt alveg svakalega verið gerð á innan við tveimur og hálfum tímum!! Þessi mynd er rosalega flott en svakalega Löng og á köflum langdregin, þá sérstaklega á þeim köflum þar sem gellan og górillinn eru að stara framan í hvort annað......PUNKTUR

Annars er þetta fín mynd og ég mæli með henni fyrir alla sem hafa áhuga á þessari sögu en passiði bara að hafa smá auka tíma!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Transporter 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Já það má svosem segja það að þessi mynd sé full af klisjum og öllu því en slíkt er víst hægt að segja um Ansi Margar myndir. Persónulega var ég ofboðslega hrifin af henni og allir sem fíla svona þessar klassíku hasarmyndir með brjálæðsilegum bardaga atriðum og svaka áhættu senum með tilheyrandi skotgleði og glanna akstri og sprengingum og látum munu án efa verða hrifnir af Transporter 2. Myndin er jú lík fyrri myndinni að því leiti að þarna er sami karakterinn sem lendir í einhverjum vanda og verður að leysa málið eins og honum einum er lagið. Ég sé Jason Statham sem svona einhverskonar Jackie Chan bardagagaur og áhættuatriði blandað við James Bond stáltaugar og ofursvalur töffari (væri jafnvel alveg til í að sjá hann sem svona nútíma Bond). En allavega þetta er rosa hasar og læti og flott stunt og fighting með öllu tilheyrandi. Ekki svona mynd sem maður fer til að sjá og spá of mikið í.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
War of the Worlds
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

War of the Worlds er saga sem ég er búin að vera hrifin af alveg síðan ég var 10 ára og las Íslensku útgáfuna í Sígildum sögum og seinna meir gaf bróðir minn mér The Musical Version og The War of the Worlds sem þeir sem hafa heyrt það skilja að er algjör helvítis snilld !!! Tónlistin þar er bölvuð snilld og ég er kannski fúlastur með að þeir skildu ekki spila the eve of war sem er fyrsta lagið á disknum og er fyrir mér Lagið sem skilgreinir þessa sögu. Allavega þá fannst mér myndin algert brjálæði og ég hef aldrei farið á Hollywood mynd sem hefur haldið sig eins mikið við upprunalega söguþráðinn eins og þessi, fyrir utan 2-3 smá frávik þá er sagan nánast alveg eins og hún hafði átt að vera og einkumm vil ég segja að Tom Cruise fer með Óskarsverðlauna leik í þessari mynd þar sem hann leikur ekki neins konar hetju eða þess konar persónu heldur er hann svona white trash nennir ekki að vinna of mikið nennir helst ekki að hugsa um helgarbörnin sín nema bara það sem hann þarf persóna og fer afskaplega vel með þetta hlutverk. Persónulega sem gamall og mikill Fan af þessari sögu er ég alveg ótrúlega Sáttur við hana og hvernig Hollywood skilur við hana !!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mars Attacks!
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég hreinlega dýrka þessa mynd og hvað fólk er að bulla sem segir að hún sé slæm veit ég ekki.Grínið er kannski of flókið fyrir fólk og já ég sagði Grínið því fólk virðist taka þessari mynd sem spennumynd eða eitthvað álíka bulli.Ef ykkur finnst ekki fyndið að horfa á geimverur hlaupa um með leyser byssur og stjörnu tungumála þýðara sem segir Dont run,we are your friends We wont hurt you og svo skjóta allt sem á vegi þeirra verður þá veit ég ekki hvað ykkur finnst fyndið.Þetta allavega virkað svaðalega á mig.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
National Security
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég varð fyrir verulegum vonbrigðum útaf þessari mynd! Ég var eins og margir búin að sjá trailer úr myndinni í bíó og var frekar spenntur því það sem maður sá í þessum trailer virtist lofa góðu.......Oh boy was i wrong!! Þau fyndnu atriði sem maður sá í trailernum eru nákvæmlega einu fyndnu atriðin í myndinni,svo er fyllt uppí restina með Martin Lawrence að vera SICK pirrandi og eintómir rasista brandarar sem mér fannst alls ekkert sniðugt!! Ég var ekki sáttur við þessa mynd!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ballistic: Ecks vs. Sever
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ef þið hafið séð úr þessari mynd eða heyrt auglýsingu um hana eða eitthvað af því tagi þá hafið þið eflaust heyrt að myndin sé um tvær rosa leyniþjónustu manneskjur sem eru í sitthvoru liðinu og eru að eltast við tækniþróaðasta launmorð vopn sem gert hefur verið, það sem þú færð þegar þú ferð á myndina er allt annað.Vopnið góða lendir í fjarlægu þriðja eða fjórða sæti á eftir sálrænu vælu rugli í bæði ekcs(Antonio) og Sever(Lucy)um fjölskyldumeðlimi sem þau hafa misst og er eiginlega öll myndin um það.Hasar atriði eru svosem ágæt en alveg afskapleg heimsk, eins og til dæmis á einum stað þar sem báðir aðilar (góðir og vondir) eru að sprengja allt í klessu af engri sjáanlegri ástæðu.Ég verð bara að segja að ég hef sjaldan haft eins lítið gaman af nokkurri mynd og mæli eindregið með því að þið hugsið ykkur tvisar um áður en þið farið að sjá þessa mynd. Ég veit eiginleg ekki hvort ég ætti að gefa henni alveg heila stjörnu en Lucy Liu er ansi flott og ég ætla að nota það sem afsökun!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Ring
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég er nú nýkominn af forsýningu myndarinnar og ég verð að segja að ég hef sjaldan eða aldrei séð eins góða hroll/thriller/ráðgátu mynd.Hún er eins og aðrir hafa sagt ekki þessi típíska hryllingsmynd þar sem vondi kallinn eltir góða kallinn útum allt, hún skilur alveg nógu mikið af holum eftir til að maður veit ekki alveg hvað er í gangi(það er að segja geti séð strax hvað er á bakvið allt saman) en samt ekki þannig að maður sé alveg úti á túni.Plottið í myndinni finnst mér alveg frábært og ekki er verra að hún hefur ekki þennan típíska HAPPY ENDING þar sem allir brosa.Til að eyðileggja ekki fyrir neinum þá ætla ég ekki að segja of mikið en í stuttu máli(og flestir vita eflaust)þá snýst myndin um það að aðal leikkonan er að skoða nánar dauðsfall frænku sinnar og kemst af því að hún og þrír aðrir sem dóu á sama tíma höfðu horft á myndband sem samkvæmt sögusögnum á að valda dauða allra sem á það horfa.Persónulega fannst mér myndin alls ekkert ógeðsleg svolítið ósmekkleg stundum en alls ekki ógeðsleg,fyrir mig hafði hún meira svona ofsa spennu áhrif eða svona mig langar ekkert rosalega til að vera einn inní myrku herbergi áhrif.Svo ég sletti aðeins á ensku mundi ég segja I was seriously freaked outog það er eiginlega mitt álit á The Ring. Ég mæli eindregið með henni fyrir alla nema þá sem þola illa mikla spennu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Monty Python and the Holy Grail
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Holy Grail er besta mynd Monty Python EVER og ekki bara það heldur er hún líklega með betri grínmyndum allra tíma.Hún fjallar um Arthúr konung sem er að leita að Camelot þar sem hann ætlar að taka sinn rétta sess sem konungur Englands(þó flestir sem hann hittir hafi ekki hugmynd um hver hann er).En þegar þangað kemur vitrast honum sýn frá Guð sem segir honum að hann verði fyrst að fara og finna Heilaga Graleikinn(The Holy Grail),svo hann leggur upp þá svaðilför og finnur sér til fulltingis mikla riddara á borð við Sir Lancelot(leikin af Jonh Cleese,algjör snilld),Sir Gallahad the brave og Sir Robert the not quit as brave as Sir Gallahad.Inní þetta blandast svo alskyns rugl sögur að hætti Monty Python og sú staðreynd að riddararnir eru allir alveg snar og eiga ekki einu sinni hesta heldur ríða um á prikum með gaur fyrir aftan sig með kókoshnetur og fleirra og fleirra......Bullið og grínið er NON STOP frá byrjun til enda. Mæli reglulega mikið með henni!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei