Náðu í appið
Gagnrýni eftir:Phone Booth
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Phone Booth er mjög fersk mynd að miklu leytu þó að við höfum séð svipaðann söguþráð áður. Myndin fjalllar um mann (Stu) sem leikinn er af Colin Farrell, Stu er sjálfumglaður, hégómafullur og montinn með sig. En þegar hann lendir í slíkum aðstæðum sem ég get aðeins ímyndað mér í mínum verstu martröðum breytist hann flótt. Söguþráðurinn er mjög góður og handritið með einsdæmum vel skrifað og ekki er leikurinn að verri endanum þar sem Collin Farrell fer fyrir hópi af fríðum leikurum. Það eina sem mér fannst hefði mátt sleppa í þessari mynd var hléið í bíóinu, en það er ekkert sem þeir sem gerðu myndina geta gert af. Þannig að það sem uppi stendur með þessa mynd er góður leikur, vel skrifað handrit og mikil spenna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Ring
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Ring eins og hún heitir á frummálinu er endurgerð af japanskri hrollvekju Ringu.

The Ring byrjar á því að tvær vinkonur Katie og Becce eru að tala saman og segir þá Katie Beccu frá mjög óþægilegri reynslu sem hún hafði orðið fyrir viku áður. Þá hafði hún verið að horfa á myndband með nokkrum vinum sínum og eftir myndina hafi þau fengið símtal þar sem sagt var að þau ættu 7 daga eftir ólifaða. Becca reynir að gera sem minnst úr þessu og segir að þetta sé allt bara einhver hrekkur, en svo er ekki seinna um kvöldið deyr Katie hrottalegum dauða. Eftir það byrjar myndin alminnilega og snýst úr því að vera byrjun á venjulegri unglinga hrollvekju og yfir í vandaðan spennutrylli!!!

Þessi mynd hefur margt upp á að bjóð leikurinn er mjög góður, kvikmyndatakan góð og mjög drungalegt útlit myndarinnar þ.e.a.s flest atriðin gerast um kvöld eða nótt eða í rigningu, þó eru það að mér finnst vera galli að reynt er að fá mann til að bregða þó ekkert sé að gera og finnst mér það vera gert einum of mikið. En niðustaðna er að þetta er ein betri hrollvekja síðari ára og ættu allir að sjá þessa (nema kannski þeir sem eru með viðkvæmar sálir).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
24 Hour Party People
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

RAVE!!!!!!!! Það er máilið í þessari mynd sem fjallar á einstakan hátt um upphaf rave-menningarinnar og um einn af upphafsmönnum hennar Tony Willson. Í þessari mynd er fjallað á ótrúlega raunsæann hátt um allt sem tengist rave-menninguni, dópinu, víninu, stelpunum, og tónlistinni og öllu sem því tengist. Ef þið eruð komin með ógeð af öllum þessum bandarískum hetjumyndum og þessum drepleiðinlegu kellinga og grenjumyndum þá er svarið einfalt annaðhvort sleppið þið bara að fara í bió eða farið á 24 hour party people!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Reign of Fire
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þær eru æði misjafnar stórmyndirnar frá Hollywood sem eiga að trekkja áhorfendur í bíó yfir sumartímann. Eins og í fyrra eru þær fleiri sem eru það efnislitlar að það liggur við að sagan öll komist fyrir á einni blaðsíðu. Reign of Fire er ein slík, einn stóru sumarsmellanna sem nákvæmlega er vitað hvernig framhaldið verður eftir að hafa séð upphafsmínúturnar. Hvert atriðið af öðru birtist á tjaldinu sem nánast engan tilgang hefur nema að sýna hvað tæknideildin kann mikið fyrir sér. Slíkt gerir það að verkum að sagan er fyrirsjáanleg og hefur ekki snefil af frumleika, segir Hilmar Karlsson í gagnrýni sinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
John Q
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Denzel þarf maður að segja eitthvað meira. Hér kemur enn eitt meistaraverkið með Denzel Washington. Denzel leikur mann sem er frekar venjulegur bandarískur verkamaður sem á frekar erfit með að ná endum saman. Hann á konu og einn strák. Þegar strákurinn hans svo skyndilega veikist þegar hann er að spila hafnmarboltaleik byrjar atburðarrásin fyrir alvöru. Þegar komið er á spítalann kemst það í ljós að hjartað í stráknum hans er ónýtt og þarf hann að fá nýtt mjög fljótlega annars mun hann deyja en þar sem aðgerðin er ótrúlega dýr hefur John Q ekki efni á henni leytar nú allra ráða til að afla fjárs fyrir aðgeriðinni. Núna vill ég ekki segja meira til að skemma ekki fyrir þeim sem ekki eru búin að sjá þetta meistaraverk, frábær leikur, gott handrit og góð leikstjórn og ekki og mikil dramatík. Ég mæli með þessari mynd fyrir alla.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Birthday Girl
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Um daginn ákváðum við að fara í bió og í góðum fýling fórum við upp í regnbogan til að sjá Birthday Girl. Hún byrjaði mjög rólega og maður bjóst við að hún myndi taka við sér þegar lengra dró á hana, en nei hún varð bara enþá leiðinlegri og um tíma spáðum við í að fara út af myndinni. Og spái ég oft í því hvernig það var hægt að búa til svona ömurlega mynd fyrir svona mikinn pening því einhverja milljarana kostaði hún. Þó að myndin hafi verið ömurlega leiðinleg og langdregin var leikurinn ágætur en þó ekkert meira en það. En fyrir þá sem hafa gaman af dramtískum, klisjukendum kellinga myndum (ekki það að ég sé að gagrýna smekk kellinga á biómyndum) þá væri þetta fín mynd fyrir þá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei