Náðu í appið
Gagnrýni eftir:Hero
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær mynd í alla staði og ekkert smá falleg (visually speaking)! Ég viðurkenni það að ég fór á þessa mynd með vissa fordóma gagnvart Jet Li, en þeir hurfu fljótt. Þetta er alls ekki Jet Li mynd. Þetta er sama formúla og Crouching Tiger Hidden Dragon hvað varðar leikstjórn, myndatöku og söguform.


Frábærir leikarar, flott atriði, góð myndataka, flottir búningar, tignarlegt sögusvið og áhugaverðar persónur.


Hérna er gömul kínversk þjóðsaga um fæðingu stærsta keisaraveldi í Kína tekin fyrir. Ungum héraðsstjóra tekst að aflífa þrjá verstu launmorðingja í óvina keisaraveldi keisara síns og er boðið að drekka te með sjálfum keisaranum...


- Atli Stefán
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei