Náðu í appið
Gagnrýni eftir:Antichrist
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
LEIÐINLEG!
Ekki láta þessar viðvaranir blekkja ykkur! Þetta er bara gert svo þessi pappírsþunna og hrútleiðinlega artmynd fái einhvern pening í kassann!

Þetta er það sem allir hafa verið að spyrja: Er myndin ógeðsleg? Það eru sjúk atriði. Ég mun ekki neita því. Þið getið samt frekar leitað til Cannibal Holocaust eða gamalla splatter-mynda ef ykkur vill líða illa. Antichrist gerir ekkert spennandi. Eina sem hún gengur út á er kona sem hættir ekki að öskra, og stundum sést hún og Willem DaFoe ríðandi. Svona heldur myndin áfram þar til hún er búin. Og kannski tvö til þrjú ógeðsleg atriði koma inn á milli, og þau eru virkilega gróf, en ekki þess virði að sitja yfir restinni.

EKKI SJÁ HANA ef þið ætlið bara að bíða eftir sjúku atriðinunum. Sjáið hana bara ef þið fílið langdregnar artýmyndir sem þykjast vera meira en þær eru.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Up
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Er hægt að biðja um meira?
2009! þvílíkt ár! Watchmen, Inglorious Basterds, Star Trek, Public Enemies, District 9, Drag me to Hell og núna UP! Ég veit ekki með ykkur en mér finnst þetta frábært úrval á stuttum tíma.

Ég ætla að hafa þetta stutt: Ég elskaði UP. Hún hefur nákvæmlega allt sem maður gæti viljað af teiknimynd. Ég hló, grét, varð spenntur og leið vel allann tímann. Grafíkin var frábær, handritið sniðugt og persónurnar ógleymanlegar.

TÍU-mynd hiklaust. Þumlarnir UPP!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Inglourious Basterds
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
MEISTARAVERK!
Skítt með Kill Bill.... Ég held að Kill HITLER sé miklu meira málið !!

Inglorious Basterds er ein af toppmyndum þessarar áratugar, og ég grínast ekki með það. Það er ekki eitt element sem hún gerir rangt. Sagan er gjörsamlega fullkomin. Hún er spennandi, kraftmikil, ófyrirsjáanleg og stútfull af svokölluðum BAD-ASS atriðum sem öllum langar að sjá. Stíllinn er bilaður og hver einasta tónlist alveg meiriháttar flott og setur flottan svip á atriðin.

Ég skal alveg ganga svo langt með að segja að hún sé jafn góð ef ekki aðeins betri en Pulp Fiction. Af hverju er svo óheilagt að segja það?? Ég er viss um að helmingur ykkar sem hafið séð þessa mynd og dýrkað hana séuð á svipaðri skoðun og viljið ekki viðurkenna það. Allur lokahlutinn á Basterds er svo rosalegur og vægast sagt mind-blowing á öll skynfæri að ég held að ég hafi ekki upplifað aðra eins "fokk já!!" stemmningu síðan The Dark Knight í fyrra.

Öll samtölin eru ekkert síðri en í Pulp heldur, og húmorinn er líka að mínu mati betri. Leikararnir vinna sér líka allir inn leiksigur. Christoph Waltz, Brad Pitt og Eli Roth fannst mér þó langbestir.

2009 hefur vægast sagt komið mér á óvart kvikmyndalega séð. Fyrst hélt ég að Watchmen væri besta mynd ársins, þangað til ég sá Public Enemies (afhverju hata hana svona margir???). En núna er ekki spurning... Inglorious Basterds fær fullt hús stiga og sé ég ekki eftir þeirri ákvörðun að gefa henni það. Myndin er skylduáhorf í alla staði sem kunna að meta "góðar" kvikmyndir. Hún er kannski ekki mikil á hasar, en skemmtanagildið er alveg óaðfinnanlegt.

Ég er gjörsamlega í skýjunum, og næst þegar Tarantino kemur til landsins að hella sig fullan, þá mun ég ekki hika við að ganga að honum og þakka honum fyrir þessa frábæru upplifun sem Basterds gaf mér.

10/10


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Taking of Pelham 123
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Góð Tony Scott mynd
The Taking of Pelham 1 2 3 er kannski ekki frumleg en hún er alls ekki leiðinleg.

Denzel er alltaf öruggur og Travolta sýnir enn eitt skiptið að það hentar honum best að vera vondi kallinn. Ég held m.a.s. að mér hafi þótt hann betri hérna en í Broken Arrow, Swordfish og jafnvel Face Off. Hann heldur kúlinu allan tímann og er eitthvað svo svakalega gaman að fylgjast með honum. Jonn Turturro, James Gandolfini og Luis Guzman eru líka góðir sem uppfyllingarefni við hliðina á hinum tveimur.

Það er lítið um hasar - sem er gott. Myndin er aldrei ójarðbundin né súrrealísk eins og helstu Michael Bay myndir (pre Transformers þ.e.a.s.). Tony Scott fer vel með allt sem er að gerast, og jafnvel fannst mér klippinging mjög aktív og skemmtileg. Stærsta plúsinn á líka handritið skilið fyrir góð samtöl og mikla spennu. Brian Helgeland hefur kannski átt betri daga en hér veldur hann engum vonbrigðum heldur.

Ég á erfitt með að gefa þessari mynd lægri einkunn en 7 af 10. Hún hélt mér vakandi og meira en það. Mun örugglega skella henni í DVD safnið seinna meir.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Public Enemies
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Besta mynd ársins!
Ég sá Public Enemies í gær á sérstakri Kvikmyndir.is forsýningu (takk btw!!!) og var ekki fyrir vonbrigðum.

Myndin byrjar hægt en byggist rólega upp að trylltum eltingarleik milli bankaræningjans John Dillinger (snilldarlega leikinn af Johnny Depp) og lögreglunnar Melvin Purvis (ágætlega leikinn af Christian Bale), og nær myndin loksins hámarki með einhverjum mergjaðasta og raunverulegasta skotbardaga sem ég hef séð (Thompson byssur eru geggjaðr!!) á filmu í einhver ár.

Michael Mann veit hvað hann er að gera og heldur uppi mögnuðum stíl. Annað en flestar glæpamyndir er þessi tekin upp digital. Það er mjög sérstakt að sjá og sjálfum fannst mér þetta ekki eins pirrandi og ég hef heyrt/lesið frá öðrum. Tónlistin, búningarnir, setin og allt þar á milli er alveg nógu öflugt til að nappa óskarstilnefningu, og myndin reyndar líka (fyrst Little Miss Sunshine gat verið tilnefnd sem besta myndin, afhverju ekki Public Enemies??).

Ég hef bara ekki mikið annað að segja um þessa mynd. Hún hélt athygli minni allan tímann og skildi slatta eftir sig í lokin. Ef þið hafið áhuga á vel gerðum og úthugsuðum glæpamyndum þá er öruggara að velja þessa fyrir sumarbíóið frekar en Transformers 2 eða Harry Potter.

9 af 10


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Bank Job
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Pottþétt mynd!

Ég sá The Bank Job með væntingar í lágmarki, en kom útúr bíóinu virkilega sáttur.

Jason Statham hefur alltaf verið svalur en ekki beint afbragðs leikari. Hér skilar kallinn bæði töffaraskap og góðri frammistöðu.

Myndin sjálf er stanslaus á ferð og eiginlega allan tímann spennandi. Hún er reyndar ekki mjög frumleg, en hún heldur manni engu að síður vel föstum við skjáinn, og þá sérstaklega eftir hlé.

Gagnrýnendur hafa gengið svo langt með að segja að þetta sé besta glæpamynd sem komið hefur út í langan tíma.
Ég verð að vera sammála.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Alexander
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jesús! Djöfulsins horbjóður var þetta. Maður er bara að kúgast allann tímann. Gerið ykkur þann greiða og ekki sjá þessa mynd, alveg sama hversu mikið þið fílið Colin Farrel. Oliver Stone ætti að skríða upp í horn og hundskammast sín.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Minority Report
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég hika ekki við að segja að þetta sé besta mynd ársins(eða sú næstbesta, á eftir Episode 2). Hún er cool, hún er fyndin, hún er vel leikin og kemur mikið á óvart. Söguþráðurinn er ótrúlega flottur og bara allt við þessa mynd er frábært í einu orði sagt. Hefði kannski mátt vera meiri hasar, en samt mæli ég með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Austin Powers in Goldmember
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Djöfull var þetta fyndin mynd og þokkalega sú fyndnasta á árinu, og líka náttúrulega besta Austin Powers myndin. Mike Myers er frábær í hlutverkum allra karakterana, sérstaklega sem hinn ógeðslegi Goldmember, snilldar en viðbjóðslegur karakter. Byrjunaratriðið er líka SPRENGhlægilegt. Mæli með Goldmember, hún toppar hinar þokkalega...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Men in Black II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég get ekkert að því gert, en ég hafði bara svo rosalega gaman að þessari mynd. Leikararnir eru mikið betri, húmorinn er jafn góður, hasarinn er meiri og söguþráðurinn er bara mjög fínn. MIB2 fær 3 1/2 fyrir gott skemmtanagildi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Scooby-Doo
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Scooby-Doo er ágætis figúra og myndin kom mér mikið á óvart. Matthew Lillard á hér leiksigur einn og Rowan Atkinson sýnir allt aðra hlið á sér. Húmorinn er kannski meira fyrir smábörnin, en stundum getur hún verið fyndin samt sem áður. Scooby-Doo er nokkuð skemmtileg mynd, og fengi hærri einkunn ef Scrappy-Doo væri ekki í henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Apocalypse Now Redux
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég viðurkenni að ENDURBÆTTA útgáfan, Redux, hafi ekki verið jafn góð og upprunarlega. Redux var mikið lengri og langdregnari. Sjáið frekar venjulegu útgáfuna og látið þessa eiga sig...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ali G Indahouse
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Sprenghlægileg og voðalega rugluð grínmynd. Húmorinn er oft svolítið grófur en það er bara allt í lagi. Ali G er snillingur, og hann er alveg jafn fyndinn hér og í sjónvarpinu. Sjáið Ali G indahouse hef þið viljið hlægja.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Panic Room
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Panic Room er einn albesti spennutryllir seinustu 10 ára líklega. Ég man ekki eftir þegar ég var síðast svona spenntur í bíó. Bókstaflega ALLANN tímann þá nær hún að vera spennandi, og aldrei slakar hún á henni. Dave Fincher er núna orðinn einn besti leikstjóri allra tíma. SJÁIÐ PANIC ROOM OG LÁTIÐ YKKUR VERA TRYLLT AF SPENNU...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ali G Indahouse
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

DREPFYNDIN og fjörug grínmynd þar sem sjónvarps-snillingurinn Ali G sýnir hvað hann getur. Söguþráðurinn er mun betri en ég hélt fyrst og húmorinn gengur vel upp. EF ÞIÐ VLIJIÐ HLÆJA, ÞÁ SKULUÐ ÞIÐ SJÁ ALI G INDAHOUSE.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Star Wars: Attack of the Clones
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég hata þegar fólk talar illa um snilldarmyndir, og þar sérstaklega myndir eins og Attack of the Clones. Þetta er FRÁBÆR MYND!!!! Það eru nokkrir fyrir neðan sem hafa margt að setja út á ástarsöguna í þessari mynd og segja að hún gangi bara ekkert upp, en það skil ég ekki. Ástarsagan er akkúrat eitt það langbesta við myndina og gengur frábærlega upp. Star Wars sagan yrði engan vegin fullkomin án hennar. Allir leikarar myndarinnar eru stórkostlegir. Hayden Christiasen (Life as a House)tekur við af hinum óþolandi Jake Loyd, sem var algjörlega ósannfærandi í Episode 1. Ewan McGregor er alveg jafn góður og áður fyrr sem Obi Wan Kenobi, Natalie Protman (Leon, Anywhere but Here) fór reyndar ekkert í taguarnar á mér (eins og í Episode 1, með alla búninganna hún lét sjá sig í - ferlega óþolandi), og Christopher Lee (illmennið Sarúman í Hringadróttinssögunni) sannfærði mig um að telja hann sem eitt flottasta illmenni síðan Svarthöfði kom fyrst upp á hvíta tjaldið. Samuel L. Jackson er líka flottur og Yoda er senuþjófurinn. Mér finnst The Phantom Menace vera frábær mynd, en Attack of the Clones er margfalt betri og flottari. Hasarinn er svo frábær að maður verður að vera hrifinn af honum. Tölvu brellurnar eru líkar þær flottustu sem ég hef séð síðan ég sá Gladiator á sínum tíma. Allar tölvugerðu persónur (eins og Jar Jar Binks (sem er ekki mikið í þessari mynd) og Watto) líta hér mikið betur út heldur en í Episode 1. Myndin fjallar um hvernig Anakin Skywalker verður töluvert illgjarnari, eða frekar svona hvernig hann nálgast the dark side. Svo er sýnt á snilldarlegan hátt hvernig hann verður meira og meira hrifinn af Padme Amidölu. Attack of the Clones er líka bara drepfyndin. Það eru margir svona kaldhæðnir brandarar sem hafa tengsl við gömlu myndirnar. Það er algjör snilld...Yoda geislasverðs bardaginn var líka bæði flottur og bráðfyndinn, hann var nógu fyndinn til a fá mann til að grenja af bæði hlátri og gleði. Loka hálftíminn er örugglega einn ánægjulegasti sem ég hef séð í Star Wars mynd, eða bara öllu heldur nokkurri mynd. Hann var svo yndislegur, og að horfa á hann var bara stórkostlegt. Ég var bókstaflega farinn að springa úr gleði, því það var svo skemmtilegt. Það hlaut svo einhvern tímann að koma að því þegar við fengum að sjá svona hópbardaga hjá Jedi-riddurunum. Svo eru mörg önnur frábær atriði sem hér meiga finnast. Eltingarleikurinn í byrjun myndarinnar með Kenobi og Anakin var skemmtilega útfærður. Svo voru atriðin á Tatooine mjög áhrifarík og falleg. Svo má alls ekki gleyma atriðinu á eyjunni þar sem klónarnir voru búnir til, þar sem hinn frábæri og flotti Jango Fett (Temuera Morrison - úr Once were Warriors) er kynntur til sögunnar. Myndin er líka passlega löng. Hún er ekki of stutt og alls ekki of löng (ég var til dæmis að drepast úr leiðindum í seinni partinum á LotR). Heldur bara mátuleg. Ég veit að það eru margir að kvartan undan samtölunum en þau hafa bara alltaf verið svona. Ebert sagði að samtölin í atriðunum með Anakin og Padme væru of klisjukennd, en það er þó vit í þeim og þær passa vel inn í atriðin. Þannig að ég veit ekki alveg hvers vegna allir eru að kvarta!. Attack of the Clones er LANGbesta í seríunni, sú sem mér hafði alltaf fundist best var Episode 4: A New Hope (The Empire strikes Back er hjá mér sú versta þótt hún sé þó ekkert léleg, en hún bara svo atburðarlítil). Og ég hélt einmitt að engin mynd ætti eftir að toppa hana. Fólk sem talar illa um þessa mynd, veit ekkert hvað þau eru að tala um, og maður fer að efast hvort það fólk hefur séð myndina í raun og veru. Þetta er örugglega ein eða kannski allra besta mynd ársins, sem er þó kannski bara rétt nýbyrjað. En hún er allaveganna besta mynd sumarsins, það get ég sagt hiklaust. Ég þakka a.m.k. George Lucas innilega fyrir að veita mér eina bestu og skemmtilegustu bíó upplifun allra tíma. Sjáið hana fljótlega, og þá verður það að vera á meðan hún er sýnd í bíó. Þið sjáið varla eftir því
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
We Were Soldiers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mikið betri mynd heldur en Black Hawk Down. Hún er heldur ekki nærri því jafn einhæf. Ég hef bara í rauninni ekki mikið að segja um þessa, annað en að hún er orðin að einni bestu mynd ársins.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Royal Tenenbaums
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég var einhvern veginn mjög hrifinn af þessari mynd. Hún toppar m.a.s. Rushmore, sem er ein af uppáhaldsmyndunum mínum. Allir leikarar eru frábærir og myndin verður aldrei slöpp. Sjáið hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Score
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær mynd. Ég skil ekki hvers vegna mörgum líkaði hana svona illa. Söguþráðurinn er fínn, og leikararnir eru magnaðir. The Score er engin spennumynd og henni er ekki ætlast til að vera spennandi, heldur gengur hún bara út á skipulagningu ránsins. Myndin var samt heldur betur fáranleg í lokin, rétt eftir ránið (sem var frábært). Samræðurnar eru líka stórkoslegar. Ef þú fílar GÓÐA glæpaþrillera, þá skalt þú sjá þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Resident Evil
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Algerlega hörmuleg spennuhryllingsræma. Þessi mynd er svo fötluð að hálfa væri nóg. Hún er illa leikin, illa skrifuð og óspennandi á allan hátt. Það er eitt sem ég skil ekki við þessa mynd, hvers vegna eru góðu kallarnir svona hræddir við zombíurnar? Zombíurnar labba svo ótrúlega hægt að maður ætti ekki einu sinni að hræðast þær, heldur bara skjóta þær í spað. Ég hata þessa mynd, ég hata endirinn og ég hata hvert einasta smáatriði við þessa mynd. Ekki sjá hana. Og P.S. RESIDENT EVIL LEIKIRNIR SÖKKA..
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Spider-Man
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Helvíti var þessi skemmtileg, og eins og kom fram hér að ofan, þá er hún frábær byrjun á sumri þessa árs. Tæknibrellurnar eru oft gervilegar, en samt fínar. Leikararnir eru flestir frábærir og svo má ekki gleyma snilldar búinningum. EKKI missa af köngulóarmanninum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Rollerball
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ágætis mynd með dúndurgóðri músík. Myndin fjallar um ofbeldisfulla íþrótt sem slær öll met. Cris Klein var frekar lélegur, en LL COOL J var töff. Hasarinn er góður, og myndin er spennandi. Ég skil ekki af hverju öllum finnst Roller Ball svona léleg. Come On, það eru til verri myndir en þetta (Mulholland DRIVE er t.d. ein þeirra, og ég fatta ekki hvað er svo gott við sú mynd). En allaveganna er Roller Ball nett mynd sem hentar helst strákum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
3000 Miles to Graceland
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Einhver alleiðinlegasta bófamynd sem til hefur verið. Söguþráðurinn er ekki neinn, og leikararnir eru flestir lélegir, og fannst mér Friends leikkonan sérlega léleg. Costner nær heldur líka aldrei að bæta sig. Byrjunaratriði var samt ágætt og byssubardagarnir eru SKÍTsæmilegir. En annars er 3000 Miles to Graceland hræðilega langdreginn, illa klippt og hræðilega skrifuð. EKKI SJÁ ÞESSA NEMA Á RÚV. P.S. Þessi mynd var tilnefnd til fjölda Hindberjaverðlauna (verðlaun lélegra mynda), og það segir allt sem segja þarf um gæði hennar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mulholland Drive
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jesús, hvað þetta var hræðileg mynd. Hefur ekkert upp á að bjóða annað en tilgangslausar kynlífssenur og leiðinlegar samræður. TRUST ME, þetta er ÖMURLEG mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Monster's Ball
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hva er svona gott við þessa mynd? Það er nákvæmlega ekki neitt að gerast í henni allann tímann. OK, leikararnir eru góðir en það er bara ekki nóg!!! Myndin er hörmlega langdreginn og slöpp. Sjáið þessa frekar á bíórásinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Showtime
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Eins og fyrri ræðurmaðurinn segir þá hefur útkoman ekki verið eins vel heppnuð og hún hefði getað. Þegar DeNiro og Murphy sameinast í grínmynd er ekki hægt að búast við öðru en góðu. Myndin er fyndin stundum, en samt alltof frumlaus og klysjukennd. Ekki bíó-mynd, heldur vídeo-mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Musketeer
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Leiðileg og hallærsileg mynd sem er með lélegan leik hjá öllum í hverju einasta hlutverki. Ég gef henni eina og hálfa fyrir slagsmálin sem litu út eins og þau væru úr Matrix.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
A Beautiful Mind
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Snilldar drama, í stuttu máli. Crowe er magnaður og á ekki annað en Óskar skilið. Jennifer Conelly kom líka manni á óvart. Myndin er mjög löng en samt ekki langdregin, tónlistin er snilld. A Beutiful mind VERÐUR að vinna Óskarinn á næstkomandi hátíð, Lord of the Rings má eiga sig...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég hef lesið allar bækurnar sem eru frábærar. Myndin er ekki mikið verri, þó að ég hefði viljað hafa hana miklu stittri. Allir leikararnir eru góðir og brellurnar eru geðveikar. Ekki hef ég mikið meira að segja. Hún er samt ekki snilld og ég kenni lengdinni um það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Monsters, Inc.
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

FRÁBÆR, í einu orði sagt. Skrímsli, hf fjallar um skrímsli sem lifa á öskrum barna, en svo kemst lítil stelpa inní veröld skrímslanna og þá verður allt brjálað. Sjúklega fyndin mynd, samt ekki alveg betri en Shrek. Samt vel gerð í umhverfinu. Samt fannst mér hún vera róleg í lokin, það kom rétt á undan misheppnuðu atriðunum, þegar litla stelpan er (spoiler) að fara. Samt skal enginn missa af henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Vanilla Sky
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Djöfull var þetta leiðinleg drama!!!!!!! Tom Cruise, er að verða aumari og aumari sem leikari. Cameron diaz og Penelope Cruiz voru svo sem ágætar en alls ekki nógu góðar til að eiga skilið virðingu. Hún fær hálfa stjörnu fyrir hlægilega endirinn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Not Another Teen Movie
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ógeðslega var þetta hlægileg grínmynd... Ég gat ekki annað en að hlæja og hlæja. Ég kannaðist ekki við neinn einasta leikara myndarinnar(jú, bara Vacation-pabbann, Randie Quaid). Not antoher teen movie stælir American Pie, Road Trip, Cruel Intentions, She´s all that og margar aðrar, og gerir það á hinn skemmtilegasta hátt. En niðurstaðan á einni bestu grínmynd ársins er bara snilld. EF ÞÚ BROSIR EKKI A.M.K. EINU SINNI, ÞÁ ERTU SKRÍTINN...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei