Náðu í appið
Gagnrýni eftir:The Master of Disguise
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Master of Disguise er mynd fyrir börn, athugið það. Þetta er ein af verstu myndum sem ég séð í langan tíma. Myndin fjallar um ítalska þjónninn Pistachio Disguisey sem er leikinn af honum Dana Carvey. Foreldrar hans eru teknir höndum af illmenninu Devlin Bowman (Brent Spiner sem sumir ættu að þekkja úr Star Trek). Þá er komið að honum Pistachio Disguisey að finna foreldranna sína, en það er bara eitt vandamál. Hann er ekki sá gáfaðasti í heiminum. Hann verður þá að læra fjöldskylduhefðina að vera meistari í að dulklæða sig til að geta fundið foreldranna. Myndin er greinilega ætluð fyrir börn undir 14 ára, það er galli sem aðstandendur myndarinnar gerðu. The Master of Disguise hefði getað verið góð fjöldskylduskemmtun ef hún hefði ekki verið gerð svona hræðilega barnaleg. Brandararnir eru mjög vitlausir og sagan sjálf er mjög illa samin. Dana Carvey leikur aðalhlutverkið ekki vel og það er eiginlega ekki hægt að láta hann vera einn með aðalhlutverkið. Hann er mjög góður að herma eftir fólki en hann hefur bara ekki þennan sjarma sem þarf. Jennifer Esposito leikur aðstoðarkonuna hans og hún þarf ekki mikið að gera í þessu hlutverki vegna þess hversu grunnt það er. Hún reynir sitt besta en hvað getur hún gert. Ekki góð mynd fyrir hennar leikferill. Nei ég mæli alls ekki með þessari mynd. Gæti verið ágætis skemmtun fyrir lítil börn en ekki meira. IES
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sweet Home Alabama
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Sweet home Alabama er mynd sem fjallar um stúlku (Reese Witherspoon) sem kemur úr sveitinni en meikar það í New York sem fatahönnuður, þar trúlofast hún syni borgarstjórans, sem er leikinn af Patrick Dempsey. Eina litla vandamálið er að hún er enn gift æskuástinni (Josh Lucas) í Alabama og neiðist því til að drífa sig þangað og ganga frá skilnaðarmálunum. Ekki fer allt eftir óskum því eiginmaður hennar, neitar að skrifa undir skilnaðarpappírana. Myndin er ansi fyrirsjáanleg svona eins og flestar rómantískar gamanmyndir, Reese Witherspoon er góð leikkona og passar mjög vel í sitt hlutverk og þess vegna er myndin bara fín, vel leikinn, fyndin og rómantísk, kennir manni að grasið sé ekki endilega grænna á öðrum stöðum. Einnig var gaman að sjá Patrick Dempsey bregða á leik á ný á hvíta tjaldinu eftir nokkra ára fráveru. Candice Bergen sem leikur móður hans, borgarstjórann er sannfærandi í sínum leik sem svolítið stíf og snobbuð og vill nú syni sínum eitthvað betra en einhverja lágstétta sveitastúlku frá Alabama. Ég get alveg mælt með þessari mynd sem ágætis afþreyingu ef fólk hefur það í huga að þetta er bara einföld, týpísk rómantísk gamanmynd, hvorki meira né minna, með plús fyrir góðan leik! LBB
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Far from Heaven
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég held að menn verða að vera nokkuð djarfir til að leggja í að gera svona mynd á þessum tímum, þar sem myndin kannski ekki er það sem almúginn vill í dag. Leikstjórinn Todd Haynes lagði í að gera þessa mynd og útkoman er falleg og heilsteypt kvikmynd. Honum tekst vel með að skapa þá stemmingu og andrúmsloft sem ríkti á þessum tíma í bandaríkjunum. Far From Heaven fjallar um fjöldskyldu á árunum 1945-1955. Fjöldskylda er þekkt og virt í sínum heimabæ en þegar fjöldskyldan lendir í vandamálum í sambandi við samkynhneigð og kynþáttafordóma. Þá kemur í ljós hvernig fjöldskyldan og aðrir bæjarbúar vilja vinna út úr þeim. Leikarhópurinn er vel mannaður og þar ber fyrst að nefna Julianne Moore sem ég held að muni vinna Óskarinn fyrir hlutverk sitt. Hún sýnir í myndinni, hversu ótrúleg leikkona hún er orðin. Dennis Quaid kemur líka sterkur inn sem faðir og eiginmaður sem á í vandamálum með að halda fjöldskyldunni saman út af hans nýuppgötvaðri samkynshneigð. Ekki er svo hægt að gleyma Dennis Haysbert sem leikur garðvinnumanninn og vin hennar Julianne Moore. Samleikur þeirra tveggja er mjög góður. Myndin er fallega tekin og það er gott að það eru enn til menn í Hollywood sem vilja koma með kvikmyndir sem eru með góða heilsteypta sögu. Þetta er mynd fyrir alla sem vilja sjá mynd með mannlegum tilfinningum og erfiðum fjöldskylduvandamálum. IES
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
8 Mile
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jæja, núna er maður loksins búinn að sjá 8 Mile. Hún kemur nokkuð á óvart þessi mynd, það verð ég að segja. Eminem stígur upp í leikaraheiminn og stendur sig frábærlega. Eminem leikur fátækan mann sem er í lélegri vinnu, nýbúinn að hætta með kærustunni og þarf að flytja heim til mömmu sinnar. Hann er frekar óánægður með lífið og er reiður út í allt og alla, þetta notar hann í tónlistina sína. Leikarahópurinn er ágætur, þar er fyrst að nefna Kim Basinger sem leikur móðir hans. Hún leikur sína perónu vel, sem er léleg móðir með drykkjuvandamál. Brittany Murphy leikur kærustuna hans og það sést greinilega á samleik þeirra Eminem og hennar að þau hafa eitthvað verið að dúllast saman á meðan myndin var gerð. Mekhi Phifer (sem flestir sennilega þekkja úr sjónvarpsþáttunum ER), kemur inn sem besti vinur Eminem. Hans hlutverk er ekki erfitt svo að hann á ekki í vandamálum með að fara með það, það sést að þetta er leikari sem er á uppleið í Hollywood. Tónlistin í myndinni er mjög góð , Eminem fær greinilega að gera það sem hann vill í sambandi við hvernig tónlistin á að vera. Þegar fór að líða að enda myndarinnar þá fór maður að hugsa að maður vildi sjá meira. Það vantaði eitthvað uppá hana en svo hugsar maður nei þetta er gott hún átti að enda svona. Hún varð ekki klisjukennd eins og oft myndir geta orðið í U.S.A.. Ég mæli með að allir sjái þessa mynd því að þetta er mynd sem fólk ætti að ekki að missa af. En það er samt eitt sem ég vill koma á framfæri í sambandi við hana. Þið sem þolið ekki Eminem, skiljið fordómana eftir heima og farið að skemmta ykkur á góðri bíómynd. IES

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Friday After Next
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég ætla að gefa þessi mynd fína gagnrýni. Þetta er auðvitað mynd nr. 3 hjá Ice Cube og félögum. Hún er í svipuðum stíl og hinar tvær, fínn húmor, helling af aulaskap og ágætis tónlist.

Í þessari mynd eru þeir Craig og Day Day loksins komnir í sína eigin íbúð. Lausir við foreldrarna og þeirra vesen. Þeir lenda í vandræðum með að borga leiguna, en sem betur fer eru þeir komnir með vinnu sem öruggisverðir hjá nokkrum litlum fyrirtækjum. Myndin fjallar svo um þeirra vandamál í vinnunni og hvernig þeir eiga að fara að því ná aftur peningunum sem var stolið af þeim svo að þeir geti náð að borga leiguna fyrir kvöldið.

Aukarleikarnir eru góðir eins og í hinum myndunum. Það er alltaf gaman að sjá John Witherspoon, ótrúlegt hvað hann getur verið bjánalegur. Það er svo nokkrir aðrir leikarar sem eru góðir en ég sleppi að nefna þeirra nöfn ( engin kannast við þá, hvort eða er). Fínasta skemmtun hjá Ice Cube. Ekki bara búast við of miklu og þá átt þú eftir að skemmta þér vel, Allavega gerði ég það.


Ingi Einar Sigurðsson, IES
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Gangs of New York
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég vill byrja með að segja að þessi mynd kom mér mjög á óvart.

Þessi mynd er algjört meistaraverk, frábær leikarahópur, sviðsmyndin ótrúlega flott og sagan góð. Sagan er kannski auðvitað í megindráttum búin að nota oft áður en Scorsese nær að koma með sinn stíl í hana og gera hana að góðri heild.

Leikhópurinn er ansi góður. Daniel Day-Lewis kemur aftur eftir nokkra ára pásu og hann sýnir af hverju hann er svona virtur leikari. Hann gerir persónuna Bill The Butcher að einum af verstu vondu mönnunum sem hafa komið fram á hvíta tjaldinu í langan tíma. Mjög vel gert. Leonardo DiCaprio leikur sitt hlutverk vel. Það er ótrúlegt hversu mikið þessi maður getur farið í taugarnar á manni en samt skrítið að hann nær samt oft að heilla mann í sínum hlutverkum. Cameron Diaz, kemur og gerir sitt hlutverk eins vel og hægt er, það hefði kannski verið hægt að gera hennar hlutverk aðeins dýpra.

Aukaleikararnir eru flestir ágætlega þekktir, eins og td Jim Broadbent (Iris, Moulin Rouge...) og Brendan Gleeson(Braveheart, A.I. Artificial Intelligence..). Þeir koma með sinn stíl inn í myndina sem gerir fyrir mig allavega mikið.

Byrjunaratriði nær örugglega að heilla ykkur en spurningin er hvort ykkur langi að æla smá eftir það eða ekki, hehe( allavega leist kærustunni ekki á það).

Fólk hefur svo verið að tala um að myndin sé langdregin en ég verð að vera ósammála þeim vegna þess að þessi mynd er svo ótrúlega mikið konfekt fyrir augað, sviðsmyndin ítarleg og vönduð, búningarnir vel hannaðir og tónlistin góð.

Ég mæli með að allir fari á þessa mynd í bíó, þessi á eftir að vinna einhverja Óskara, trúi ég.


Ingi Einar Sigurðsson. IES

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei