Náðu í appið
Gagnrýni eftir:A Clockwork Orange
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Besta mynd Kubricks

Tel að áhorfendur fái nýja sýn á Beethoven og ofbeldi eftir að hafa séð þessa mynd. Malcolm McDowell kemur sínu hlutverki mjög vel frá sér sem ungur eirðarlaus maður með áhuga ofbeldi og Beethoven.

Loka einkunn: 10/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Transformers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Snilldar vélmennamynd
Ein skemmtilegasta mynd ársins 2007 og ég varð ekki fyrir neinum vonbrigðum með hana. Það kom mér á óvart hversu góð myndin var miðað við um hvað hún fjallar enda erfitt að gera bíómynd um vélmenni en það hefur tekist nokkuð vel í þessu tilviki, þrátt fyrir snubbótt handrit. Leikaranir voru góðir á tímabili enginn sérstakur stóð uppúr. Tónlistin var hinsvegar mjög góð í alla staði.

Loka einkunn: 9/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Troy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálplegÞá er maður búin að sjá Troy loksins eftir langa bið. Þessi mynd er byggð á Illijónskviðu Hómers og fjallar um hið mikla Trjójustríð á milli Grikkja og Trjóumanna. Í heildina þá er myndin mjög góð og nær að koma helstu atriðunum frá sér á réttan hátt, þrátt fyrir nokkrar breytingar en það þarf stundum að gera. Handritið hefði mátt vera betra en sviðsmyndin og allt umhverfið náði að heilla mig það mikið að ég fór 3500 ár aftur í tímann. Leikararnir voru flestir mjög góðir en sumir hefðu getað gert það betur. Peter O´Toole, Eric Bana, Sean Bean og Brian Cox stóðu sig best af karlleikurunum. Konurnar voru misjafnar enda eru þær allar í aukahlutverkum enda myndin mikil karla mynd. Bardagaatriðin voru frábær og náði Wolfgang að ná því besta úr þeim og bestu atriðin voru einvígin. Búningar, svishönnun og tónlistin voru misjöfn á tímabili, en í allt þá var þetta mjög góð mynd og mæli ég hiklaust með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Lord of the Rings: The Two Towers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálplegÞessi mynd er snilld, það er ekki hægt að segja meira. Í þessari ummfjöllun ætla ég ekki að fara í söguþráðinn (því miður), þar sem aðrir hafa séð um þá hlið. Það sem mérfannst best við myndina(eftir að hafa séð hana 3 sinnum)er hvað hún er vel gerð og hversu skemmtileg hún er, þrátt fyrir allar stóru senurnar sem hafa auðvitað áhrif á mann. Síðan að það er enginn laus þráður eða engar spurningar sem vakna upp(frá mínum sjónarhóli). Tæknibrellurnar eru vel gerðar, landlaginu er gert góð skil í myndinni og á sumum stöðum hélt ég að myndin hafi verið tekin upp á Íslandi. Búningarnir og sviðsmyndin koma mjög sterk inn, t.d. Róhan. Tónlistin er mögnuð og Howard Shore kemur því vel til skila og er söngur Emilíu Torrini frábær. Leikararnir voru allir mjög góðir, sérstaklega Viggo Mortensen, Orlando Bloom og Andy Serkis sem Gollum. John Rhys-Davies var skemmtilegur og líka Treebeard.

Að lokum vil ég segja, góða skemmtun og njótið vel.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei