Náðu í appið
Gagnrýni eftir:Anchorman: The Legend of Ron Burgundy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hvað get ég sagt ? Þetta er ein fyndnasta mynd sem ég hef séð í langan tíma, þessi mynd gengur út á svo ótrúlega mikla aulafyndni og hún smellvirkar, ég hreinlega táraðist á meðan myndinni stóð af hlátri. Myndin fjallar um fréttateymi á stöð 4 sem er í mikilli samkeppni við aðrar rásir og er í fyrsta sæti yfir áhorf, málin flækjast síðan þegar kona kemur og fer að troða sér í fréttirnar. Margir gestaleikarar eru í myndinni, t.d. Jack Black, Luke Wilson, Tim Robbins, Ben Stiller og fleirri. Ég mæli með að allir skelli sér á þessa mynd. þrjár og hálf stjarna í þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Catwoman
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Vá... léleg mynd ? óóójá ! ég horfði bara á fyrri helmingin og það var nóg til að fá æluna nokkrum sinnum upp í háls, halle berry er síbrosandi eins og fáviti, kann ekkert að leika amk í þessari mynd, ætti bara að senda hana beina leið aftur í leik-skóla og kenna kerlingunni að leika. ég held nú barasta að hvorki konur né karlar hafi nokkurn áhuga á að horfa á þessa mynd, öööööööööömurlegur sori sem ég mæli með að allir haldi sig frá.


þessi mynd hefur nýlega verið kosin 50. versta mynd heimsins með meðaleinkunnina 2.4 hjá www.imdb.com... ekki gera framleiðundunum þann greiða að horfa á þessa þvælu !
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Wrong Turn
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jahá, þetta var nú meiri bíóferðin, ég fór á þessa mynd á einhverju sérstöku tilboði hjá Kringlubíó fyrir aðeins 300 kr. og þótti þessum pening nú bara helvíti vel eytt þegar ég kom út af myndinni, ég hafði vægast sagt hræææðinlegar eftirvæntingar þegar ég fór á hana og örugglega flestir hinir sem voru í salnum. Það sem var skemmtilegt við þessa hryllingsmynd var að hún var ekkert smá fyndin ( er ekki viss um að hún hafi átt að vera það enn hún er það sko ), það voru allir skellihlæjandi í salnum þegar það var verið að rista upp lík og slíkt. Ég skemmti mér mikið betur á þessari mynd enn bíóskömminni og dramadelluni Tears of the sun. Það var skemmtileg stemmning í bíógestum á þessari mynd og allaveganna flestir skemmtu sér vel. Ég myndi nú samt ekki kalla þetta góða mynd enn allt í lagi að horfa á þetta til að hlæja að.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dumb and Dumberer: When Harry Met Lloyd
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jahá ... enn sá viðbjóður... Farrelly brothers eru ekki hér á ferð og það sést, þessi mynd er ömurleg tilraun til þess að líkja eftir fyrri myndinni, það er ekki nema þú sért í sjálfsmorðshugleiðingum að þú eigir að fara á þessa mynd. Jakk!

og já ég ætlaði að gefa hálfa stjörnu fyrir nafnið ... enn þessi mynd er of ógeðsleg til að fá eitthvað.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Scary Movie 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jæja ... ástæðan fyrir því að ég er að skrifa um þessa mynd núna er að ég var að horfa á hana eftir langa pásu og þetta er fínasta skemmtun ... ég var að lesa hvað annað fólk var að skrifa um þessa mynd og brá þó nokkuð. Fólk var að tala um að hún hefði lélegan söguþráð ... hvað meiniði ??? það á ekkert að vera söguþráður í þessari mynd. Eruði að segja að Scary Movie 1 hafi verið með söguþræði í ? þetta er bara mynd til þess að hlæja að og maður gerir það þó nokkrum sinnum, gerið mér greiða og ekki taka þessa mynd alvarlega ( alls ekki taka hana alvarlega ) og bara hlæja að vitleysunni því til þess var hún gerð. Þetta er bara fínasta skemmtun og er ekkert slappari enn fyrri myndin ( fyrir utan það að ég elska atriðið þegar gaurin fer að fela sig undir mottuni og bakvið sófan ).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The League of Extraordinary Gentlemen
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd var nú ægilega slöpp, ég sá trailer af henni og þótti þetta frekar athyglisvert og gæti varla verið léleg mynd, Ég bjóst við því að Sean Connery myndi standa fyrir sýnu en hann getur það nú varla í svona lélegri mynd. Þessi mynd er bara beint út sagt leiðinleg. Það er farið mjög vægt í allar persónurnar fyrir utan persónu Sean Connery ( The Hunter ) enn það er farið aðeins dýpra í hann. Söguþráðurinn er vægast sagt alger þvæla og rugl, Kapteinn Nemo kemur þarna á kafbátnum sínum með vélbyssurnar sýnar og bílana og rugl. Dr.Jekyll er þarna einnig sem mjög fáránleg persóna sem er ekkert vandaður í útliti, það eru slappar tæknibrellur í þessari mynd og þær gefa henni engan plús ... Þeir hafa meira að segja nasista sem aðal óvinina, semsagt alger hörmung. Þeir tala ekki einu sinni þýsku. Aðal óvinurin er einhver alger aumingi sem getur það eitt að hlaupa frá góðu köllunum og reyna að sleppa. Það eru nokkrar aðrar persónur sem ég man ekki einu sinni eftir lengur og eru já ... ömurlegar. Sean Connery kom sjálfur í Jay Leno og sagði að það hefði átt að læsa leikstjóran inn á geðveikrarhúsi og ég er alveg sammála honum ... Gerið ykkur greiða og látið ekki blekkja ykkur, þetta er alger óþveri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Italian Job
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jæja, þá er maður búin að sjá The Italian Job, ég bjóst við mjög góðri mynd því formúlan hittir í mark, hún gengur út á það sama og t.d. Oceans Eleven nema henni tekst einhvernvegin að klúðra því beint út sagt ... Hún er mjög fljótgleymanleg og skilar ekki sýni, söguþráðurinn er blaðþunnur og maður veit hvernig hún endar áður enn hún byrjar. Allt sem er athyglisvert í myndinni er sýnt í trailernum. Þessi mynd sendir þig út þó nokkuð vonsvikin og undrandi afhverju þessi formúla stóðst ekki undir væntingum. Þessi mynd er svona nokkurs konar copy cat af Oceans Eleven sem reynir að ná því sama og Oceans var með enn nær því ekki, myndi bara halda mig við að sjá hana á spólu ef þú verður að sjá hana. Semsagt ekkert spes og fellur langt frá væntingum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei