Náðu í appið
Gagnrýni eftir:Wallace
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er hreint út sagt frábær skemmtun og sennilega ein besta myndin sem undirritaður hefur séð í ár. Myndin er stútfull af húmor og það besta er að hún hentar öllum, börnum og fullorðnum.


Nick Park er snillingur og nú þegar hefur hann fengið tvenn óskarsverðlaun fyrir stuttmyndir um Wallace og Gromit og það kæmi verulega á óvart ef hann bætti ekki þeim þriðju við fyrir þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei