Náðu í appið
Gagnrýni eftir:Despicable Me
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frábær fjölskyldumynd
Þrátt fyrir að vera 22 ára gamall viðurkenni ég það að mér finnst alltaf gaman að setjast niður fyrir framan sjónvarpið og skella einni teiknimynd á og er ég viss um það að það muni seint breytast. Loksins ákvað ég að prófa Despicable Me enda er ég búinn að heyra lítið annað en hvað þessi mynd er skemmtileg og góð frá vinum (auk þess að hljóta góða dóma á IMDB)!

Myndin fjallar lauslega um illmennið Gru (Steve Carrell) sem þráir ekkert heitast enn að verða mesta illmennið á jörðinni og þar að leiðandi öðlast virðingu og ást frá móður sinni (sem er hægara sagt en gert). Hann ákveður að framkvæma eitt mesta illvirki sem nokkur saga hefur farið af: að stela tunglinu. Málin fara að flækjast þegar að 3 munaðarlausar stelpur koma í lífið hans og gera honum erfitt fyrir og auk þess ætlar illmennið Vector sér að stela tunglinu á undan Gru.

Ég skemmti mér alveg konunglega yfir þessari mynd og mæli ég eindregið með henni. Litlu gulu aðstoðarmenn Gru sáu algjörlega um hláturinn hjá mér og spila þeir góðan þátt í þessari mynd. Einnig var yngsta stelpan í hópnum, Agnes, alveg frábær og með sína krúttlegu rödd og speki.

Steve Carrell fær stórt hrós frá mér, hann hefur altlaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér og nær hann að fullkomna Gru með rödd sinni.

Hallið ykkur aftur og njótið.

Einkunn 9/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei