Náðu í appið
Gagnrýni eftir:From Hell
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég skellti mér á þessa mynd þá bjóst ég við meiri hrollvekju, en annað kom á daginn og í ljós kom að þetta var bara hin mesta spennumynd og greinilegt að framleiðendur þessarar myndar rýndu mikið í samtíma sögunna við gerð hennar. Í stuttu máli fjallar þessi mynd um hrottalega glæpi sem framdir eru árið 1888 af Kobba Kviðristu (A.K.A Jack the Ripper) og er Johnny Depp fenginn til að rannsaka þá ásamt aðstoðarmanni sínum sem leikinn er af Robbie Coltrane. Johnny Depp er að sjálfsögðu miðpunktur From Hell og finnst mér hann sýna hin mestu tilþrif. Heather, já hún hefði nú mátt standa sig betur og að mínu mati nær hún ekki alveg þessum enska hreim sem hann Depp nær mjög vel. Ian Holm (sá sami og leikur Bilbo Bagget í L.O.T.R) stendur sig með stakri prýði sem og Robbie Coltrane (Harry Potter risinn), en hann er í miklu uppáhaldi hjá mér. Þessi mynd er fín skemmtun og mælir fátt á móti því að fólk skelli sér á þessa mynd í amstri dagsins.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ocean's Eleven
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór á þessa mynd með því hugarfari að hér var að ræða um stórmynd, og viti menn það brást mér ekki, enda ekki annað hægt með leikara á við George, Matt, Brad, Juliu og fleirri og fleirri. Þessi mynd er nú kannski engin Óskars kandídat, en hún er samt sem áður hin besta skemmtun og plottin eru ekki af verri endanum og hvernig mönnum dettur annað eins í hug er alveg ótrúlegt. Að mínu mati eru það algjörir ritsnillingar sem ljáðu nafn sitt myndinni. Enda ekki verri menn þar á bæ en George Cleyton Johnson. Það versta fyrir aðstandendur þessarar myndar er að hún verður ekki eins stór og hún gæti verið þar sem að hún lendir algjörlega í skugga Lord of the Rings. En að mínu mati er enginn maður með mönnum nema að hann skelli sér á Ocean´s 11.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Jeepers Creepers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd fór vel af stað og mér fannst þetta bara hin besta skemmtun fyrir hlé, meira að segja félagi minn öskraði eins og hin versta kelling af hinum fyrstu spennuþrungnu augnablikum þessarar myndar, en svo kom að því, ein mesta hnignum á einni mynd í kvikmyndasögunni. Hún fór úr fínni skemmtun í hin versta sora. Þessi mynd skipar sér á stall með ekki ómerkari myndum en Battlefield Earth og Glitter. Framleiðendur þessarar myndar hafa greinilega gefist upp á ágætri hugmynd og klárað þessa mynd bara til að senda e-ð frá sér á einhverju Deadline. Léleg mynd sem verðskuldar ekki meira en 1 stjörnu vegna þess gríðarlega niðurfalls sem verður á þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Boondock Saints
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er ein besta mynd ársins 1999 enda hvernig getur maður klikkað með stórleikara á við Willem Dafoe í eitt af leiðandi hlutverkum þessarar myndar. Mér finnst persónan sem Dafoe leikur henta hans karakter mjög vel hann sýnir að mínu mati mikinn leiksigur í þessu verki. En einnig skartar þarna lítt þekktum leikurum á borð við Sean Patrick Flannery og Norman Readus. Þessi mynd er ómissandi fyrir hvern sem er sem vill lífga aðeins upp á skammdegið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei