Náðu í appið
Gagnrýni eftir:Veggfóður: erótísk ástarsaga
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Snilldin ein
Gleymi því aldrei þegar ég sá þessa mynd í fyrsta skipti og kollféll fyrir henni. Baltasar og Sveinn Ármann frábærir í hlutverkum Lass og Sveppa.
Myndin er mjög áhugaverð sýn inn í furðulegan heim
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Karlakórinn Hekla
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Skemmtileg grínmynd
Karlakórinn Hekla segir frá karlakór sem fer í tónleikaferðalag til þýskalands og lendir þar í ýmsum skemmtilegum hremmingum. Húmorinn í þessari mynd er algjör snilld enda margir af okkar bestu gaman leikurunm í þessari mynd.

Loka einkunn: 8/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Börn náttúrunnar
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ein besta mynd íslenskrar kvikmyndasögu
Börn náttúrunnar er meistaraverl út af fyrir sig - enda eina íslenska myndin sem hefur verið tilnefnd til Óskarsverðlauna.
Myndin er velgerð, handritið vel skrifað , leikaranir skila sýna hlutverkum alveg stórkostlega, landslagið er út af fyrir sig.

Loka einkunn: 10/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Svartir englar
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Áhugaverð sería
Bækurnar hafa alltaf verið í uppáhaldi hjá mér og þegar ég sá að búið var að gera sjónvarpsséríu úr þeim þá varð ég mjög skeptísk enda nýbúin að sjá Mannaveiðar sem tókst mjög vel. Ákvað svo að horfa á Svarta engla og varð að segja mjög ánægð með hversu vel gekk upp að gera gott og spennandi handrit úr bókunum. Mér fannst Sigurður Skúlason og Sveinn Ármann kom sýnum hluverkum vel frá sér.

Loka einkunn: 8/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mannaveiðar
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Vel gert
Eftir að hafa lesið bókina og síðan séð sjónvarps seríuna, þá verð ég að segja að serían kom öllu því tilskila sem á þurfti. Handritið var spennandi og nógu djúpt sem þurfti að gera til að halda áhorfandanum við efnið út seríuna. Leikaranir allir sýndu frábæran leik.

Loka einkunn: 10/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hrafninn flýgur
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Flottasta víkingamynd allra tíma
Hrafninn flýgur er frábær víkingamynd sem hefur að geyma allt sem á að finna í einni; svik, launráð, fjölskyldudrama, dráp, bardaga o.fl.

Loka einkunn: 10/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Quantum of Solace
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ó James Bond James Bond
Hvað getur maður eiginlega sagt nema að James Bond is back og heldur manni við efnið og söguþráðurinn nær að sýna og gefa karakternum því hlutverki sem James Bond er raunverulega að mínu mati. Sem fyrr þá nær leikstjórinn að koma öllu tilskila sem þarf og leikaranir flestir koma sínu hlutverkum vel tilskila.
Var ánægð með heildarsvip myndarinnar, hasar-og bardagaatriðin sýndu það sem þau áttu að gefa frá sér þ.e. spark í adrenalíninu.

Loka einkunn: 9/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Tropic Thunder
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Húmor sem virkar
Þó að ég sé ekki mikill aðdáendi Stillers og Black, þá ná þeir að halda mér við efnið og láta mig hlæja þegar við á í Tropic Thunder. Handritið var frumlegt og áhugavert, leikur þeirra Stillers og Black var sí svona á tímabili, Downey Jr stal senunni í þessari mynd.
Myndin nær að sýna fram á hvernig sumir leikarar eru "typecast" fyrir að leika aðeins í ákveðnum tegundum af kvikmyndum.

Loka einkunn: 7/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Righteous Kill
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hefði mátt vera betri
Ég varð mjög vonsvikin eftir að hafa séð Righteous Kill, þar sem ég beið og beið eftir neistanum sem kom aldrei. Pacino og De Niro náðu sér aldrei á strik, ásamt því að handritið var ekki nógu gott. Það vantaði alla spennunan og neistann á milli Pacino og De Niro. Kannski var maður að vonast eftir því sama og í Heat á sínum tíma.
Þeir áttu fáa en stutta góða spretti í myndinni, þar sem handritið náði ekki að setja þá á fullt skrið.

Loka einkunn: 7/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Appaloosa
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ed Harris og Viggo Mortensen sýna góða leik
Villtra vestra myndir þurfa ákveðna hluti til þess að þær virki - í þessu tilviki þá er það leikur Ed Harris og Viggo Mortensen sem tveir kúrekar, bestu vinir og samstarfsmenn í The Appaloosa. Sambandið á milli þessara tveggja kúreka er sterkt og það sama má segja um leik Harris og Mortensens, þeir ná að sýna og ýta á hvern annan þegar á þarf. Heildarmyndin og handritið gekk ágætlega þegar á þurfti en stundum var þetta eins og þunnur þrettándi. Það eina sem stendur uppúr er leikur Harris og Mortensens, annað fellur bara inn án þess að tekið sé nógu vel eftir því, þegar á þarf.

Loka einkunn: 8/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Wrestler
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Skemmtileg fjölbraðgagrímumynd sem á ekki að fara
Hef oft velt fyrir mér hvort keppendur í fjölbraðgaglímu sem maður sér í sjónvarpinu séu að leika eða ekki. Í myndinni The Wrestler þá fér maður nokkra góða innsýn inn þennan áhugaverða heim fjölbragðaglímunnar og svo virðist að þetta er mikil alvara fyrir sjálfa keppendurnar en hin mesta skemmtun fyrir áhorfendur. Að sjá Mickey Rourke hér taka á þessu efni sýnir að hann á enn kraft í sér til að sýna fram á að hann er góður leikari eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir.
The Wrestler er góð mynd sem á ekki að fara framhjá neinum og gefur manni skemmtilega upplifun á fjölbragðaglímuna þegar á þarf.

Loka einkunn: 8/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Watchmen
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ein af bestu myndun gerðar eftir teiknimyndasögu
Ég hafði beðið lengi eftir að sjá Watchmen eftir að ég sá fyrsta trailerinn fyrir myndina, þó að ég hafði enga hugmynd um hvað myndin væri. Fór með full hlökkunar á myndina og verð að segja að ég varð ekki fyrir neinum vonbrigðum frá Zack Snyder enda mikill aðdáendi að 300.
Það sem stendur upp úr hjá mér var tónlistin sem skilaði sýnu hlutverki mjög vel í myndinni. Leikur Jeffrey Dean Morgan sem The Comedian og Jackie Earle Haley sem Rorschach stóðu uppúr að mínu mati, á meðan aðrir leikarar skiluðu sínum hlutverkum ágætlega. Þó finnst sem handritið hafi stundum verið þunnt á nokkrum stöðum en í heildina þá má líta fram hjá því þar sem bardagaatriðin og sjónrænibakgrunnurinn skilaði því sem á þurfti.
Vitað er að það er erfitt að setja myndasögu á stóra tjaldið en hér í þessu tilviki þá virðist sem það hafi heppnast nokkuð vel - fékk það staðfest eftir að hafa spurt nágranna minn í salnum sem hafði lesið myndasöguna.

Loka einkunn: 9/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei