Náðu í appið
Gagnrýni eftir:Ali
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ali kollféll í miðasölu í Ameríku, að skiljanlegum ástæðum.Kvikmyndagerðin sem slík er ekki hægt að kvarta yfir en frásagnar aðferðin er vægarst sagt einkennileg.Mér leið eins og ég væri staddur löngu James Brown myndbandi því að óskilajanlegum ástæðum hefur hinn ágæti leikstjóri Michael Mann valið þá leið.Við fylgjumst með hnefaleikagoðinu Mohamed Ali sem er annars hreint ágætlega leikin af Will Smith fara hinu grýttu leið að toppnum, allt frá þvi þegar hann barði Sonny Liston undir nafninu Cassius Clay til að Larry Holmes lagði hann að velli seint á áttundaártugnum.Myndin er virkilega langdregin og nær aldrei því neinu hámarki.Stíllinn á myndinni er skrýtin og á stundum asnalegur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hannibal
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Skamm Skamm Skamm segji við framleiðenduna hannibal fyir að velja Ridley Scott sem leikstjóra myndarinnar. Sér í lagi vegna þess að Scottarinn á ekkert erindi inn svona lágstemdar hrollvekjur,hann var einfaldlega ekki rétti maðurinn í starfið. Það var í raun óvinnandi verk að finna réttu hausana í staðin fyrir Jodi Foster og Jonothan Demme. Handrit var skrifað af hinum annars ágæta leikstjóra og handritshöfundar David Mamet ásamt einum öðrum var nefnilega ekkert að gera sig.Þar liggur gallinn Hannibal á svo mikið síðri en Silence og the lambs að ég varð hundfúll.Þrátt fyrir það skemmti ég mig ágætlega,Að sjá Hannibal Lecter aftur komin á tjaldið er bara eitt til að horfa á ræmuna sama hversu súrt handritið er.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Pay It Forward
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þrátt fyrir allan stjörnuskaran í þessari mynd er hún MJÖG klisjukennd og hreint hallærislega á köflum. Þó að hugmyndin að myndini sé heillandi er hún tæpast efni í annað en í fletti rekann. Myndin átti að raka inn óskarsverlaunum en gerði ekki annað prumpa á sig. Beint í ruslið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Jeepers Creepers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er samt skrýtið að Francis Ford Copola setti nafnið við þessa slöppu en samt ekki allslæmu mynd nýliðans Victor Salva. Myndin er alls ekki illa gerð, þ. e. a. s. góð kikmyndataka, flott hljóð og ýmisir effektar sem komu fínt út. En það er bara ekki nóg að hafa þetta allt af ofantöldu,handritið hafði bara allt of marga galla til að halda uppi öllum ógeðslegheitum í myndini en samt kom endirinn mér dálítið á óvart og þess vegna ætla ég ekki að kafæra myndina. Mæli ekki með.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The One
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það ætlar ekki ganga fyrir hann jet li. Fyrir tveimur árum lék hann í hinni afar slöppu Romeo must die og síðan í þessari slappa klóni af Matrix, The One.Það verður seint tekið af Jet LI að hann getur gert allan djö... á sviði sjálfsvarnar íþóttarinnar en heldur sökkar feitt sem illt vélmenni sem getur allt.Í stuttu máli fær The One stórt rautt handafar á rasskinnina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Wedding Planner
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Algör hryllingur.Ímyndið ykkur að þið væruð að horfa á allar þær klisjur sem ykkur dettur í hug, þjappið þeim saman setjið þær allar í afturendan á Jennifer Lopez þá kemur út sá hryllingur sem á að halda þessari vonlausu mynd uppi. Ojbara
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Corky Romano
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hver er Corky Romano. Eftir að hafa séð myndina þá er mér nákæmlega sama.Þessi aula húmor sem hefur verið marg tuggin í síðast liðnum aulahúmors myndum þeirra Farelly bræðra og þetta er orðið ágæt.Þetta er voðalega bitlaus kúk og piss brandarar sem orðnir marg reyndir. Chris kattan sýnir ekki sjald séða takta heldur gerir ekki annað en að fara í taugarnar á mér alla myndina. Myndin fær þó hálfa stjörnu fyrir einn brandara sem ég gat hlegið af. Beint í fletti rekkan.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei