Náðu í appið
Gagnrýni eftir:Iron Man
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Byggður til að skemmta
Frabær leið til að byrja kvikmyndaáhorf sumarsins er að sjá Iron Man, ekki er hún aðeins frábær skemmtunn heldur ein af frammúrskarandi ofurhetjumyndum seinni ára. Hún er ekki jafn góð og Batman Begins eða V For Vendetta en hún er samt frábær teiknimyndasögu/ofurhetjumynd. Robert Downey Jr. fer snilldarlega vel með hlutverkið sitt á þann hátt að við getum helgið að og með honum eða fundið fyrir samúð með honum. Persónan er sú sterkasta í myndinni þóg svo að nokkrar skemmtilegar og áhugaverð persónur fá sinn tíma fyrir framan myndavélina. En þar sem myndin er mest um Stark þýðir það ekki að við fáum ekki að kynnast hjálparhöndinni hans: Pepper, frábær persóna sem leikin er vel.

Hér eru tæknibrellurnar ekki í framsætinu heldur eru það persónur og söguþráður. Handitið er skrifað með það í huga að gera myndina skemmtilega gamanmynd sem tekur stefnur hér og þar með dramatískum(en góðum) senum þar sem við fáum að sjá fleiri liti Tony´s en bara egóista millann sem hefur gaman af fjölmiðlum. Söguþráðurinn er einfaldur og áhugaverður þar sem mesti tíminn sem varið er í myndina er nýttur í persónu uppbyggingu og er það helsti kostur myndarinnar. Stark er ofurhetjan sem hefur marga galla og er trúleg á hvíta tjaldinu, þegar hetjur eru jafn brothættar og Iron Man, eru þær áhugaverðari og trúlegri á spennandi hátt.

Endirinn er frábrugðari en hann er ekki of opinn, sem hefur þann eiginleika að þeir geta haft eina mynd í staðinn fyrir mörg framhöld. Þegar lokabardaginn nálgast byrjar myndin að flyta sér aðeins en hún gerir það í tæka tíð áður en flestir gætu átt það til að missa áhugann, bardaginn er samt sem áður ekki langur en hann er hæfilegur í tón myndarinnar. Tónlistin er ekki mjög eftirminnileg og kemur ekki oft fram en nær samt að koma manni í skapið sem þarf.

Fyndin, áhugaverð og fullnægjandi eru þrjú orð sem ætti að lýsa þessari. Ef þið búist við mynd sem er öll um bardagana eða tæknibrellur þá gæti hún ekki verið þitt nema þú elskar persónu uppbyggingu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
A Clockwork Orange
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fyrir Þá Þolinmóðu

Já það tekur þolinmæði við fyrsta áhorfið því uppbyggingin er ekki þannig gerð að maður skilji hvað sé í gangi fullvel án þess að sjá hana aftur og aftur. Kubrick kann að vekja ýmisslegar tilfinningar við áhorf myndarinnar með hinum hiklausu leikurum, frábærri myndatöku og magnaðari tónlist sem kemur manni í fáránlega skrítið skap. Ólýkt 2001 þá er Clockwork ekki í fjörum hlutum heldur hinum venjulega(ef hægt er að not það í þessu samhengi) þryggja hluta sögurþráð. Myndin leynir mikið á sér ef maður kemst hjá atriðum sem ekki er hægt að skilja í fyrstu, mörg atriðin eru sérstaklega frábrugðin því sem þú mundir búast við í venjulegri mynd og vekja ugg og ógleði gagnvarts ýmsum persónum myndarinnar.

Hugmyndin á bakvið myndina vekur sjálf sérstakar og áhugaverðar spurningar í sambandi: ef að þú gætir hætt einvherju sem þú vildir, mundir þú hætta og verða fyrir aukaáhrifum sem gætu hindrað þig í megin atriðum hvers dags. Þessi spurning er myndin sjálf en virkar aðeins sem úndirtónn mögnuðu atriða sem eru góð til að tyggja á. Þegar fyrst er horft á hana munt þú sjálf/ur ekki skilja hvað sé að gerast en að það sé ákveðin hugsunm á bakvið hana og virðist ætla koma því til þín ú Súríalismi og óhugnandi atriði.

Myndin hefur mikla menningaundirtóna og hvað verður af þjóðfélaginu sem við lifum í ef tekið er jafn hart á því og megin persónu myndarinnar. ekki aðeins eru bakspurningar í menningartón, heldur fær tónlistin hans Beethovens að segja sitt mál sem lýking um hvað hefur áhrif á okkur og hvað gerum við ef það besta í lífinu sé tekið frá okkur. Mjög mikil næring fyrir hinn hugsandi mann hér á ferð og verða allir kvikmyndaáhugamenn að sjá þessa þóg þeir munu ekki dá hana jafn mikið og ég.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Stóra planið
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Semi-Íslenskur Sori
Því miður varð ég fyrir stórvonbryggðum þegar ég fór með félögum mínum til að sjá "Stóra Planið", frá því sem ég hafði lesið fyrir einvherjum mánuðum, og séð í bíóbrotum(sem sögðu lítið) þá átti þetta að vera einhverns konar íslensk "Kung Fu" mynd sem væri einnig hálfgerð gamanmynd. Í staðinn hafði ég borgað 1200 Kr fyrir að sjá eina verstu þvælu sem íslensk kvikmyndagerð hefur spýtt úr sér í gegnum árin.

Ég ætla að tala um myndina í þremur hlutum hennar(engir spyllir):

1 Hluti: Við fáum hér að kynnast því hvað heillaði Davíð í æsku án þess hvað gerðit sem hafði svo mikil áhrif á líf hans, við fáum að kynnast því hvað myndin ætlar að bjóða upp á.Við fáum þennann fýling að myndin gæti ekki verið jafn fyndin og hún lætur okkur halda, við sjáum að næstum allt sem við höfum séð í íslenskri kvikmynd enn og aftur.

2. Hluti:
Við kynnumst fleiri persónum en þær virðast ekki þjóna miklum tilgangi heldur eru þær aðeins þarna til að auka við persónur í myndinni. Klisjur fara hér að sjást mun betur fyrir áhorfendanum og við sjáum að við höfum verið blekt í að sjá myndin á fölsum forsendum. Reynt er að koma inn óþægilegu drama án þess að láta það þjóna einvherjum sér tilgagni.

3. Hluti:
Hér höfum við algjörlega kynnst því hvernig mynd þetta er: alls ekki fyndin, klsijukend, ónauðsynleg, gagnslauslegt handrit og stenfir ekki neitt þegar við höldum að hún stefni á eithvað almennilegt í söguþræðinum. Persónur fara að breytast óþægilega hratt í fáránlegri persónur sem greinilega hefur ekkert verið hugsað út í almennilega. Hægt og hægt byrjar hatur gagnvarts myndinni þegar seinustu tíu mínúturnar hefjast og við endann er okkur skítsama um þessa mynd og langar til að heimta peninginn til baka.

Þegar allt kemur til alls myndi ég ekki mæla með þessari ræmu fyrir neinn nema sú manneskja horfir á hvaða íslensku þvælu sem til er. Ég skil það vel að sumir gæti séð eithvað gott við myndina en hún er bara of uppspunin rétt fyrir gerð að hún lætur allt út um hvar í myndinni þeir voru að spuna. Ekki lát ég mig sjálfann horfa á þessa nema mér verði borgað fyrir það... Háa upphæð. Mæli ekki með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
El orfanato
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hrollvekjandi og Gullfalleg
Í gegnum árin höfum við fengið alls kyns hrollvekjur á borð við endurgerðir, framhaldsmyndir og hvað sem Hollywood hefur getað blóðmjólkað, það hefur samt sem áður ávallt verið erlendu myndirnar sem oftast eru frumlegar og áhugaverðari en ræmurnar sem fá PG-13 stympilinn í BNA. Nú höfum við virkilega vel gerða hrollvekju sem þurfti ekki mikið fjármagn til að gera, magn penings þýðir ekki alltaf að gæði kvikmyndarinnar séu góð og nær þessi að sanna sitt þegar hún býður okkur að nærast á hinu frábæra handriti, leikstjórn, kvikmyndatöku, leikurum, persónum og fléttunni. Allt sem sést í þessari er frekar eftirminnilegt og sérstaklega er það fléttan sem stendur út, ekki hefði mig grunað það sem var verið að sýna mér þegar ég sá hver fléttan var enda náði myndin að nýta sér allt í kringum fléttuna á þann veg og "The Sixth Sense" gerði.

Þegar kemur að hrollvekju þema myndarinnar þá skýn myndin algjörlega og gerir það sem hún lofar. Þú munt hrökkva úr sætinu, þú munt halda fyrir augun því þau atriði sem þjóna þeim tilgangi að hræða þig hægt og rólega láta þau atriði virka á þann spennuþrungna hátt. Ekki er aðeins hrollvekju þema í myndinni heldur er hún gullfalleg og skilur áhorfandann eftir í góðu skapi og fullnægðann kvikmyndagláps þörfum sínum. Endirinn er einstaklega kraftmikill og er það hápunktur myndarinnar fyrir utan fléttuna, þeir vissu greinilega hvernig ætti að enda þetta.

þessi mynd gæti vel verið sú sem dregur fólk að erlendum hrollvekjum í framtíðinni eða að minnsta kosti sú sem gæti orðið notuð til að vísa í gæði erlendra mynda, spænskar myndir hafa verið mjög áhugaverðar og hugljúfar í gegnum seinustu ár eins og "Pan´s Labyrinth" en hann Guellrmo Del Toro framleiddi myndina og inniheldur þessi ræma mikið af hans eigin þemum. Það verður skemmtilegt að sjá hvernig leikstjórinn lætur verða úr sér þegar að næsta verkefni kemur því mjög erfitt veriður að toppa þessa í gæðum og listrænleika.

Ég mæli með þessar fyrir þá sem eru orðnir þreyttir á nútíma hrollvekju eða dáðu Pan´s Labyrinth.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei