Náðu í appið
Gagnrýni eftir:Elizabeth
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Einstök mynd
Þetta er einstök mynd. Hún er einstök af því að hún býr yfir einhverju svo miklu meira en hinar venjulegu sögutímamyndir. Hún er kröftug, einlæg og bara einfaldlega flott. Cate Blanchett í aðalhlutverkinu er stórgóð, kraftmikil rödd hennar á mikin þátt í að túlka meydrottninguna Elísabetu. En hápunktur myndarinnar er án efa Geoffrey Rush. Hann lék hinn útsmogna og dularfulla Sir Francis Walsingham á einkar samúðarfullan, sannfærandi og nautnafullan hátt, og gerði þennan ögrandi pyntingameistara í fyrsta lagi geðfelldan, sem hefur ekki verið auðvellt, og síðast en ekki síst kynþokkafullan. Myndin vann fjölda verðlauna og á skilið allt það lof sem hún hefur fengið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei