Náðu í appið
Gagnrýni eftir:Little Nicky
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þrjár og hálfa stjörnu fær þessi mynd fyrir að vera góð afþreying en ekki fyrir handrit né fyrir gott framlag til kvikmyndagerðarinnar. Hún ber þess skýrt merki að hér hafi menn fengið að leika sér að vild... ...allur húmor látinn flakka þar sem honum var við komið. Tæknibrellur og leikmynd eru líka býsna góð. ...ef þú hefur haft gaman af Three Amigos, Hot Shots, Naked Gun og myndum í þeim dúr.. þá gæti þessi hentað þér ágætlega.. ..en ef þú þolir ekki að Adam Sandler leiki fávita skaltu ekki fara á hana
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Unbreakable
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég sá ekkert áhugavert í þessari mynd.... hún er ekki listræn á nokkurn hátt, hefur ekkert skemmtanagildi og segir enga sögu. Ég var aumur maður er ég yfirgaf bíósalinn í kvöld, sjöhundruð krónum fátækari, tveim tímum eldri og bensínlítranum fátækari. Ég skynjaði eitthvað bergmál úr fyrri mynd Shyamalan... "Sixth sense", sami þungi maðurinn hann Bruce og sama yfirbragð á myndinni. Honum mistókst þó hrapalega í þetta skiptið, ódýr persónusköpun og söguþráðurinn lenti fyrir ofan garð og neðan. Alla myndina var hann að byggja upp (klambra)einhverja spennu og dulmagn sem svo varð aldrei neitt úr. Endirinn myndarinnar slökkti svo alla von um að eitthvað myndi gerast... Sem sagt.. mynd um ekki neitt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei